Fjárvaki ehf.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fjárvaki ehf. er einkahlutafélag sem stofnað var 1998 og er í fullri eigu Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í útboði á innheimtu og viðskiptahugbúnaði fyrir Íbúðalánasjóð árið 1999 og gerði samning við sjóðinn sem rift var sautján mánuðum seinna. Fjárvaki tók að sér innheimtu á fasteignaverðbréfum Íbúðalánasjóðs og gerði síðan samning við örsmáan sparisjóð um þá innheimtu.

Fjárvaki var í samstarfi við fyrirtækin Opin kerfi, Sparisjóð Hólahrepps, Sparisjóð Norðlendinga og Element en skrifað var undir samning Fjárvaka og ÍLS í október 1999 sem tók gildi í ársbyrjun 2000. Fjárvaki gerði síðan samning við Sparisjóð Hólahrepps um innheimtu og þjónustu við Íbúðalánasjóð og var skrifað undir hann 25. maí 2000.