Listaháskóli Íslands
Útlit
Listaháskóli Íslands er háskóli á sviði lista og menningar og miðstöð æðri listmenntunar á Íslandi. Í Listaháskóla Íslands eru sjö deildir, en innan þeirra eru starfræktar bæði námsbrautir á bakkalárstigi og á meistarastigi. Þær eru: myndlistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild, listkennsludeild, tónlistardeild, sviðslistadeild og kvikmyndalistadeild. Listaháskólinn var stofnaður 21. september 1998. Kennsla hófst haustið 1999. Rektor er Kristín Eysteinsdóttir.