Tadjena-fjöldamorðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tadjena-fjöldamorðin voru fjöldamorð á þorpsbúum tveggja þorpa rétt norðan við Tadjena í héraðinu Chlef í vesturhluta Alsír. Morðin stóðu frá 8. desember til 9. desember 1998 um tíu dögum fyrir ramadan. 81 þorpsbúi var myrtur á sérlega hrottalegan hátt með sveðjum, karlar, konur og börn. Að auki var 20 konum rænt. Fjöldamorðin voru hluti af borgarastyrjöldinni í Alsír og eru talin hafa verið framin af íslömsku öfgasamtökunum Vopnaða íslamska hópnum þótt hópurinn hafi ekki lýst ábyrgð á hendur sér.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.