Fara í innihald

Trent Alexander-Arnold

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trent Alexander-Arnold
Upplýsingar
Fullt nafn Trent John Alexander-Arnold
Fæðingardagur 7. október 1998 (1998-10-07) (26 ára)
Fæðingarstaður    Liverpool, England
Hæð 1,75m
Leikstaða Hægri bakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 66
Yngriflokkaferill
2004-2016 Liverpool FC
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2016- Liverpool FC 239 (15)
Landsliðsferill2
2013-2014
2014-2015
2016
2016-2017
2017-
2018-
England U16
England U17
England U18
England U19
England U21
England
33 (4)
11 (0)
2 (0)
10 (7)
3(0)
12 (1)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært okt 2020.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt 2020.

Trent John Alexander-Arnold (fæddur 7. október 1998) er enskur knattspyrnumaður sem spilar með Liverpool FC og enska landsliðinu. Trent fæddist í Liverpool og ólst upp hjá félaginu. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2016, 18 ára gamall. Frá þeim tíma hefur hann tekið framförum og átt fast sæti í liðinu. Hann hefur unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2019-2020 með liðinu ásamt því að fá einstaklingsviðurkenningar. Trent spilar sem bakvörður og er samspil hans og Andrew Robertson á öndverðum kanti eftirtektarvert.

Alexander-Arnold er öflugur í aukaspyrnum, föstum leikatriðum, stoðsendingum og er oft á tíðum sóknarsinnaður. Hann á metið yfir stoðsendingar varnarmanns á einu tímabili; 12 talsins. Árið 2024 varð hann stoðsendingahæsti varnarmaður úrvalsdeildarinnar þegar hann náði sinni 60. stoðsendingu.