Alþingiskosningar 2007
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
63 sæti á Alþingi 32 sæti þarf fyrir meirihluta | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Kjörsókn: 83,6% 4,1% | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
|
Alþingiskosningarnar 2007 voru haldnar laugardaginn 12. maí 2007. Á kjörskrá voru 221.368 og kjörsókn var 83,6%. Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hélt eins sætis þingmeirihluta en hafði áður þriggja sæta meirihluta. Framsóknarflokkur fékk lægsta fylgið í sögu flokksins en Samfylkingin tapaði einnig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur mönnum en Vinstri græn unnu stærsta sigurinn og bættu við sig fjórum mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk ríflega 7% fylgi og hélt fjórum þingmönnum.
Tvö ný flokksframboð voru tilkynnt fyrir kosningarnar. Annars vegar Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, sem unnu að hagsmunum eldri borgara og öryrkja. Tíu dögum fyrir kosningarnar tilkynntu Baráttusamtökin um að þau hefðu hætt við framboð, en framboðslistar þeirra höfðu ekki borist í tíma nema í Norðausturkjördæmi. Hitt nýja framboðið var Íslandshreyfingin, flokkur með Margréti Sverrisdóttur og Ómar Ragnarsson í fararbroddi með áherslu á umhverfismál. Hún hlaut 3,3% atkvæða á landsvísu en náði ekki inn manni.
Ríkisstjórnin hélt því ekki velli nema fram í janúar 2009, í tæp tvö ár. Þá var fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mynduð fram að því að alþingiskosningar 2009 voru haldnar þann 25. apríl sama ár.
Úrslit
[breyta | breyta frumkóða]Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum á þingi en aðeins með 32 þingmenn eða eins manns meirihluta og einungis rúm 48% kjósenda á bak við sig. 17. maí tilkynntu því formenn stjórnarflokkanna að ekki væri grundvöllur fyrir frekara samstarfi. Viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun ríkisstjórnar hófust formlega sama dag og daginn eftir baðst Geir Haarde forsætisráðherra lausnar fyrir ráðuneyti sitt af forseta Íslands. Við sama tækifæri fékk hann umboð til stjórnarmyndunar. Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum 24. maí. Sama dag sagði Jón Sigurðsson af sér formennsku í Framsóknarflokknum og Guðni Ágústsson tók við.
Flokkur | Atkvæði | % | Fulltrúar | +/– | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfstæðisflokkurinn (D) | 66.754 | 36,64 | 25 | +3 | |
Samfylkingin (S) | 48.743 | 26,76 | 18 | -2 | |
Vinstri græn (V) | 26.136 | 14,35 | 9 | +4 | |
Framsóknarflokkurinn (B) | 21.350 | 11,72 | 7 | -5 | |
Frjálslyndi flokkurinn (F) | 13.233 | 7,26 | 4 | – | |
Íslandshreyfingin (I) | 5.953 | 3,27 | 0 | – | |
Samtals | 182.169 | 100,00 | 63 | – | |
Gild atkvæði | 182.169 | 98,43 | |||
Ógild atkvæði | 385 | 0,21 | |||
Auð atkvæði | 2.517 | 1,36 | |||
Heildarfjöldi atkvæða | 185.071 | 100,00 | |||
Kjósendur á kjörskrá | 221.330 | 83,62 | |||
Heimild: Hagstofa Íslands |
Úrslit í einstökum kjördæmum
[breyta | breyta frumkóða]Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 3.362 | 18,8 | 1 | 2 | -1 |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 5.199 | 29,1 | 3 | 3 | - |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 2.432 | 13,6 | 2 | 2 | - |
I | Íslandshreyfingin | 255 | 1,4 | 0 | ||
S | Samfylkingin | 3.793 | 21,2 | 2 | 2 | - |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 2.855 | 16 | 1 | 1 | - |
Aðrir og utan flokka | ||||||
Alls | 18.178 | 100 | 9 | 10 | -1 | |
Á kjörskrá | 21.126 | Kjörsókn | 86% |
Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 5.726 | 24,6 | 3 | 4 | -1 |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 6.522 | 28 | 3 | 2 | +1 |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 1.378 | 5,9 | 0 | 0 | - |
I | Íslandshreyfingin | 278 | 1,2 | 0 | ||
S | Samfylkingin | 4.840 | 20,8 | 2 | 2 | - |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 4.558 | 19,6 | 2 | 2 | - |
Aðrir og utan flokka | ||||||
Alls | 23.644 | 100 | 10 | 10 | 0 | |
Á kjörskrá | 27.888 | Kjörsókn | 84,8% |
Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 4.745 | 18,7 | 2 | 2 | - |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 9.120 | 36,0 | 4 | 3 | +1 |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 1.771 | 7,0 | 1 | 1 | - |
I | Íslandshreyfingin | 435 | 1,7 | 0 | ||
S | Samfylkingin | 6.783 | 26,8 | 2 | 4 | -2 |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 2.498 | 9,9 | 1 | 0 | +1 |
Aðrir og utan flokka | ||||||
Alls | 25.789 | 100 | 10 | 10 | 0 | |
Á kjörskrá | 30.597 | Kjörsókn | 84,3% |
Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 3.250 | 7,2 | 1 | 1 | - |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 19.307 | 42,6 | 6 | 5 | +1 |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 3.051 | 6,7 | 0 | 1 | -1 |
I | Íslandshreyfingin | 1.599 | 3,5 | 0 | ||
S | Samfylkingin | 12.845 | 28,4 | 4 | 4 | - |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 5.232 | 11,6 | 1 | 0 | +1 |
Aðrir og utan flokka | ||||||
Alls | 45.989 | 100 | 12 | 11 | +1 | |
Á kjörskrá | 54.584 | Kjörsókn | 84,3% |
Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 2.080 | 5,9 | 0 | 1 | -1 |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 13.841 | 39,2 | 5 | 5 | 0 |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 2.385 | 6,8 | 1 | 0 | +1 |
I | Íslandshreyfingin | 1.680 | 4,8 | 0 | ||
S | Samfylkingin | 10.233 | 29,0 | 3 | 4 | -1 |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 5.065 | 14,4 | 2 | 1 | +1 |
Aðrir og utan flokka | ||||||
Alls | 35.846 | 100 | 11 | 11 | 0 | |
Á kjörskrá | 43.398 | Kjörsókn | 82,6% |
Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 2.186 | 6,2 | 0 | 2 | -2 |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 12.760 | 36,4 | 4 | 4 | - |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 2.216 | 6,3 | 0 | 0 | - |
I | Íslandshreyfingin | 1.706 | 4,9 | 0 | ||
S | Samfylkingin | 10.248 | 29,2 | 5 | 4 | +1 |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 5.928 | 16,9 | 2 | 1 | +1 |
Aðrir og utan flokka | ||||||
Alls | 35.625 | 100 | 11 | 11 | 0 | |
Á kjörskrá | 43.775 | Kjörsókn | 81,4% |
Útstrikanir
[breyta | breyta frumkóða]Tveir af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Árni Johnsen, fluttust niður um sæti vegna útstrikana í sínum kjördæmum. 2.514 manns, eða 18,6% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður strikuðu Björn út og féll hann því niður um eitt sæti, frá því að vera 3. þingmaður í að vera 6. þingmaður, en Illugi Gunnarsson varð 3. þingmaður í hans stað. 1.953, eða 21,4% kjósenda flokksins í Suðurkjördæmi, strikuðu yfir nafn Árna Johnsen sem gerir hann að 6. þingmanni kjördæmisins en Kjartan Ólafsson tekur sæti hans sem 4. þingmaður.
Fyrir kosningarnar hafði Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, birt heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar vegna Baugsmálsins.
Kjósendur á kjörskrá
[breyta | breyta frumkóða]Á kjörskrá voru 221.368 kjósendur, ívið fleiri konur en karlar, 570 eða 0,5%. Fjölgun kjósenda frá því í alþingiskosningunum 2003 var 10.079 manns eða 4.8%. Kjósendur með lögheimili í útlöndum voru 8.793 eða 4,0% og hafði þeim fjölgað um 65 eða 0,7% frá síðustu kosningum. Ungt fólk, sem náð hafði kosningarétti síðan kosningar voru haldnar 2003, var 17.132 eða 7,7%.[1]
Kjördæmaskipan
[breyta | breyta frumkóða]Í kosningunum 2003 var fjöldi atkvæðabærra manna á kjörskrá á bakvið hvert þingsæti ríflega tvöfalt meiri í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi en lögin um kosningar til Alþingis[2] kveða á um munurinn megi ekki vera meiri en tvöfaldur og að færa skuli kjördæmissæti á milli kjördæma til þess að ná fram því markmiði. Landskjörstjórn ákvað í kjölfarið að í næstu Alþingiskosningum skyldu kjördæmissæti Norðvesturkjördæmis vera 8 en 10 í Suðvesturkjördæmi.[3] Skipting þingsæta í kosningunum 2007 var því sem hér segir:
Kjördæmi | kjördæmissæti | breyting | jöfnunarsæti | samtals |
Reykjavík norður | 9 | - | 2 | 11 |
Reykjavík suður | 9 | - | 2 | 11 |
Suðvestur | 10 | +1 | 2 | 12 |
Norðvestur | 8 | -1 | 1 | 9 |
Norðaustur | 9 | - | 1 | 10 |
Suður | 9 | - | 1 | 10 |
Kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna tveggja var að auki breytt til að taka tillit til þess að mun fleiri bjuggu í norðurkjördæminu en suðurkjördæminu miðað við kosningarnar 2003 þegar íbúafjöldinn var nokkurn veginn jafn. Þá var skiptingin um Miklubraut, Hringbraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsveg en sá hluti Grafarvogshverfis sem stóð austan Vesturlandsvegar var hluti af norðurkjördæminu. Sá hluti verður nú hluti af suðurkjördæminu og skiptist Grafarvogshverfið þá um Kristnibraut, Gvendargeisla og Biskupsgötu.
Framboðsmál
[breyta | breyta frumkóða]Töluverðar sviptingar höfðu orðið innan flokkanna fyrir þessar kosningar. Jón Sigurðsson hafði tekið við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni í Framsóknarflokknum eftir nokkur innanflokksátök, Geir Haarde hafði tekið við formennsku í Sjálfstæðisflokknum af Davíð Oddssyni og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði tekið við af Össuri Skarphéðinssyni í Samfylkingunni. Í Frjálslynda flokknum leiddu innanflokksátök til úrsagna Sverris Hermannssonar, stofnanda flokksins, og Margrétar Sverrisdóttur, auk þess sem borgarstjórnarflokkur flokksins skildi sig frá honum í heilu lagi. Sá eini af þeim flokkum sem höfðu boðið fram áður sem fór í framboð með nokkuð óbreytta forystu var því Vinstri hreyfingin - grænt framboð.
Eftirfarandi þingmenn Framsóknarflokksins hættu á kjörtímabilinu eða tilkynntu um að þeir stefndu ekki á framboð í næstu kosningum: Árni Magnússon, Dagný Jónsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Hjálmar Árnason og Jón Kristjánsson. Í byrjun febrúar tilkynnti Kristinn H. Gunnarsson að hann hygðist ekki taka því sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi sem féll honum í skaut í prófkjöri. 8. febrúar gekk hann til liðs við Frjálslynda flokkinn.
- Norðaustur: Í fyrsta sæti var Valgerður Sverrisdóttir, sitjandi utanríkisráðherra og þingmaður, öðru sæti Birkir Jón Jónsson, sitjandi þingmaður og í þriðja sæti Höskuldur Þór Þórhallsson héraðsdómslögmaður, Akureyri.[4]
- Norðvestur: Fyrsta sæti skipaði Magnús Stefánsson, sitjandi félagsmálaráðherra og þingmaður, annað sæti Herdís Sæmundardóttir, framhaldsskólakennari, Skagafirði og það þriðja Valdimar Sigurjónsson, viðskiptafræðingur Borgarbyggð.[5]
- Reykjavík norður: Fyrsta sæti skipaði Jón Sigurðsson, sitjandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra utan þings, annað sæti Guðjón Ólafur Jónsson, sitjandi þingmaður og það þriðja Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, stjórnmálafræðinemi.[6]
- Reykjavík suður: Fyrsta sæti skipaði Jónína Bjartmarz, sitjandi umhverfisráðherra og þingkona, annað sætið Sæunn Stefánsdóttir, þingkona og það þriðja Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.[7]
- Suður: Fyrsta sæti skipaði Guðni Ágústsson, sitjandi landbúnaðarráðherra og þingmaður, annað sæti Bjarni Harðarson, bóksali og það þriðja Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri, Reykjanesbæ.[8]
- Suðvestur: Fyrsta sæti skipaði Siv Friðleifsdóttir, sitjandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, annað sæti Samúel Örn Erlingsson, íþróttastjóri, Kópavogi og í þriðja sætinu Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, Kópavogur.[9]
Á kjörtímabilinu gekk Gunnar Örlygsson sem kjörinn var þingmaður Frjálslynda flokksins til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og bauð sig fram þar 2007. Á síðari hluta ársins 2006 og í ársbyrjun 2007 varð mikið fjölmiðlafár í kringum Frjálslynda flokkinn. Þar bar hæst skoðanaskipti Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Margrétar Sverrisdóttur, sem enduðu með úrsögn Margrétar og Sverris föður hennar úr flokknum. Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra var því næst gerður að óháðu afli innan borgarinnar.
- Norðaustur: Fyrsta sæti skipaði Sigurjón Þórðarson, sitjandi þingmaður. Annað sæti Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir og það þriðja Eiríkur Guðmundsson. Frjálslyndi flokkurinn fékk engan mann kjörinn í þessu kjördæmi í kosningunum 2003.
- Norðvestur: Fyrsta sæti skipaði Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður, annað sæti Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, þriðja sæti Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur og fjórða sæti Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og og listamaður.
- Reykjavík suður: Fyrsta sæti skipaði Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, annað sæti Kjartan Eggertsson, skólastjóri og það þriðja Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarfræðingur.
- Reykjavík norður: Fyrsta sæti skipaði Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður, annað sætið Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjórnmálafræðingur og það þriðja Erna V. Ingólfsdóttir, eldri borgari.
- Suður: Fyrsta sæti skipaði Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður, Sandgerði, annað sætið Óskar Þór Karlsson, fiskverkandi, Reykjanesbæ og það þriðja Hanna Birna Jóhannsdóttir, stuðningsfulltrúi Vestmannaeyjum.[10]
- Suðvestur: Fyrsta sæti skipaði Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar og ritari Frjálslynda flokksins, Kópavogi, annað sætið Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður, Mosfellsbæ og það þriðja Helgi Helgason kennari og nemi í stjórnmálafræði, Kópavogi.[11]
Íslandshreyfingin - lifandi land
[breyta | breyta frumkóða]Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson tilkynntu framboð Íslandshreyfingarinnar. Tilkynnt var að flokkurinn „leggi áherslu á umhverfi, nýsköpun og velferð og haldi sig hægra megin við miðju”. Framboðið bauð fram á landsvísu og varð Ómar formaður Íslandshreyfingarinnar en Margrét varaformaður. Jakob Frímann Magnússon, sem hafði sagt sig úr Samfylkingunni, og Ósk Vilhjálmsdóttur, sem unnið hafði innan samtakanna Framtíðarlandið, komu einnig að flokknum.
- Norðaustur: Í fyrsta sæti var Hörður Ingólfsson, markaðsráðgjafi á Akureyri, annað sæti skipaði Kristín Þyri Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri á Egilsstöðum og það þriðja Davíð Sigurðarson, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum.[12]
- Norðvestur: Í fyrsta sæti var Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, annað sæti skipaði Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi og það þriðja Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði.[13]
- Reykjavík norður: Í fyrsta sæti var Margrét Sverrisdóttir, íslenskufræðingur og varaborgarfulltrúi, öðru sæti Ólafur Hannibalsson, blaðamaður og því þriðja Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður.[14]
- Reykjavík suður: Í fyrsta sæti var Ómar Ragnarsson, fréttamaður, öðru sæti Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarkona og ferðamálafrömuður og því þriðja Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands.[15]
- Suður: Í fyrsta sæti var Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, Reykjavík, öðru sæti Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og hrossabóndi, Stokkseyri og því þriðja Baldvin Nielsen, stýrimaður og bílstjóri, Reykjanesbæ.[16]
- Suðvestur: Í fyrsta sæti var Jakob Frímann Magnússon, útgefandi og tónsmiður, Mosfellsbæ, öðru sæti Svanlaug Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur, Kópavogi og þriðja Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði.[17]
Eftirfarandi þingmenn Samfylkingarinnar hættu á kjörtímabilinu eða tilkynntu um að þeir stefndu ekki á framboð í kosningum 2007: Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhann Ársælsson, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Valdimar Leó Friðriksson gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Samfylkingunni í nóvember 2006.[18]
Prófkjör voru haldin í öllum kjördæmum:
- Norðaustur: Póstkosning fór fram 20.-31. október en niðurstöður voru kynntar 4. nóvember. 1878 greiddu atkvæði af 2834 sem voru á kjörskrá. Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson, sitjandi þingmenn, voru í fyrsta og öðru sæti en Lára Stefánsdóttir skipaði hið þriðja.
- Norðvestur: Opið prófkjör fór fram 28.-29. október. 1668 greiddu atkvæði. Anna Kristín Gunnarsdóttir, eini sitjandi þingmaðurinn sem tók þátt, lenti í þriðja sæti. Guðbjartur Hannesson og Karl Matthíasson lentu í fyrsta og öðru.
- Suður: Opið prófkjör fór fram 4. nóvember. 5149 greiddu atkvæði. Þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson hlutu þar fyrsta og annað sæti. Róbert Marshall lenti í því þriðja. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson lenti í fimmta sæti og tók ekki sæti á listanum.
- Suðvestur: Prófkjör fór fram 4. nóvember. 4547 greiddu atkvæði. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, lenti í fyrsta sæti en næst komu þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
- Reykjavík: Sameiginlegt opið prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin fór fram 11. nóvember. 4869 greiddu atkvæði. Í átta efstu sætunum (4 efstu í hvoru kjördæmi), sem niðurstöðurnar voru bindandi fyrir, enduðu sjö sitjandi þingmenn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri lenti í því áttunda.[19]
Eftirfarandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins hættu á kjörtímabilinu eða tilkynntu um að þeir stefndu ekki á framboð í næstu kosningum: Árni Ragnar Árnason (lést á kjörtímabilinu), Davíð Oddsson, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnar I. Birgisson, Halldór Blöndal, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Tómas Ingi Olrich.
Framboðslistar voru ákveðnir með prófkjörum í öllum kjördæmum nema norðvestur þar sem kjördæmisráð stillti upp listanum.
- Reykjavík: Sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin var haldið 27. og 28. október. 10.846 greiddu atkvæði af 21.317 sem voru á kjörskrá. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður flokksins var einn í framboði til fyrsta sætis. Guðlaugur Þór Þórðarson hafði betur í baráttunni við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um annað sætið (fyrsta sætið á lista í því kjördæmi sem Geir fer ekki fram í). Nýliðar sem náðu góðum árangri og enduðu ofar en sitjandi þingmenn voru Guðfinna S. Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson í 4. og 5. sæti.[20]
- Suður: Prófkjör var haldið 11. nóvember. 5814 greiddu atkvæði. Árni Mathiesen fjármálaráðherra flutti sig úr Suðvesturkjördæmi og hlaut fyrsta sæti listans. Árni Johnsen hlaut annað sæti og varð sú niðurstaða nokkuð umdeild í ljósi sakaferils hans. Drífa Hjartardóttir, sitjandi þingmaður, lenti í 6. sæti.[21]
- Suðvestur: Prófkjör var haldið 11. nóvember. 6.409 greiddu atkvæði af 11.700 sem voru á kjörskrá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins og menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson voru einu þingmennirnir í framboði og fengu engin mótframboð í tvö efstu sætin.[22]
- Norðaustur: Prófkjör var haldið 25. nóvember. 3.033 greiddu atkvæði af 4.089 sem voru á kjörskrá. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri hafði þar betur í baráttunni við Arnbjörgu Sveinsdóttir þingflokksformann um forystusætið.[23]
- Norðvestur: Stillt var upp á lista sem samþykktur var á kjördæmisþingi 18. nóvember. Efstu þrjú sætin skipuðu þáverandi þingmenn flokksins í kjördæminu: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.[24]
Kjördæmisráð stillti upp framboðslistunum til Norðvestur-, Norðaustur- og Suður-kjördæmi eftir að leiðbeinandi forval hafði verið haldið. Haldið var prófkjör fyrir höfuðborgarsvæðið í byrjun desember 2006. Á kjörskrá voru 1796, greidd voru 1093 atkvæði og kjörsókn því 61%, 35 atkvæði voru auð eða ógild.[25]
- Suðvestur: Fyrsta sæti skipaði Ögmundur Jónasson, alþingismaður, annað sæti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sagnfræðingur og það þriðja Gestur Svavarsson, hugbúnaðarráðgjafi.
- Reykjavíkurkjördæmi – norður: Fyrsta sæti skipaði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, annað sæti Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og það þriðja Paul Nikolov, blaðamaður.
- Reykjavíkurkjördæmi – suður: Fyrsta sæti skipaði Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður, annað sæti Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur og það þriðja Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður UVG.
- Suðurkjördæmi: Fyrsta sæti skipaði Atli Gíslason, lögmaður, annað sæti Alma Lísa Jóhannsdóttir deildarstjóri í búsetuþjónustu, Selfossi og það þriðja Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og útvarpskona í Reykjanesbæ.[26]
- Norðausturkjördæmi: Fyrsta sæti skipaði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, annað sæti Þuríður Backman, alþingismaður og það þriðja Björn Valur Gíslason, sjómaður.[27]
- Norðvesturkjördæmi: Fyrsta sæti skipaði Jón Bjarnason, alþingismaður, annað sæti Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur í Tálknafirði og það þriðja Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur á Hvanneyri.[28]
Önnur framboð
[breyta | breyta frumkóða]Nýtt afl sem bauð fram á landsvísu 2003 bauð ekki fram í kosningunum. Forystumenn samtakanna hafa hvöttu stuðningsmenn þeirra til að kjósa Frjálslynda flokkinn.[29]
Áform voru uppi um sérstakan flokk um málefni innflytjenda undir forystu Pauls F. Nikolov en ætlunin var þó að bjóða ekki fram fyrr en í kosningunum 2011.[30] 11. október 2006 var svo tilkynnt að flokkurinn hefði sameinast Vinstri-grænum en Paul F. Nikolov var boðið að taka þátt í forvali þeirra á höfuðborgarsvæðinu.[31]
Haukur Nikulásson hefur tilkynnt framboð Flokksins.[1] [2] Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine
Félagasamtökin Framtíðarlandið – félag áhugafólks um framtíð Íslands héldu fund 8. febrúar þar sem tillaga um að félagið stæði að framboði til kosninga var fellt. Alls voru 2708 kjörskrá, 189 atkvæði voru greidd, 92 studdu tillögu um framboð, 96 greiddu atkvæði gegn henni og einn seðill var auður. Aukinn meirihluta, eða 2/3 hluta, þurfti til þess að samþykkja tillöguna.[32]
Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja voru stofnuð 4. mars 2007 á stofnfundi sem haldinn var á Grand Hótel í Reykjavík. Fylgi við framboðið mældist í skoðanakönnunum um og undir 1%. Flokkurinn lagði fram framboðslista fyrir fjögur kjördæmi: Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmin tvö, en vegna þess að síðustu þrír listarnir bárust of seint til yfirkjörstjórnar var þeim hafnað.[33] Allt útlit var þá fyrir að samtökin myndu aðeins bjóða fram í Norðausturkjördæmi en 2. maí tilkynntu þau að hætt hefði verið við framboð.[34]
Framboðslistar eftir kjördæmum
[breyta | breyta frumkóða]Aðeins efstu sex frambjóðendur sýndir fyrir hvern flokk. Breiðletraðir eru þeir sem náðu kjöri ásamt númeri sem sýnir hvar í röð þingmanna kjördæmisins þeir lentu.
Norðausturkjördæmi
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn | Frjálslyndi flokkurinn | Íslandshreyfingin | Samfylkingin | Sjálfstæðisflokkurinn | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Valgerður Sverrisdóttir (2) | 1 | Sigurjón Þórðarson | 1 | Hörður Ingólfsson | 1 | Kristján L. Möller (3) | 1 | Kristján Þór Júlíusson (1) | 1 | Steingrímur J. Sigfússon (4) |
2 | Birkir Jón Jónsson (6) | 2 | Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir | 2 | Kristín Þyri Þorsteinsdóttir | 2 | Einar Már Sigurðarson (7) | 2 | Arnbjörg Sveinsdóttir (5) | 2 | Þuríður Backman (8) |
3 | Höskuldur Þór Þórhallsson (10) | 3 | Eiríkur Guðmundsson | 3 | Davíð Sigurðarson | 3 | Lára Stefánsdóttir | 3 | Ólöf Nordal (9) | 3 | Björn Valur Gíslason |
4 | Huld Aðalbjarnardóttir | 4 | Axel Yngvason | 4 | Eyrún Björk Jóhannsdóttir | 4 | Margrét Kristín Helgadóttir | 4 | Þorvaldur Ingvarsson | 4 | Dýrleif Skjóldal |
5 | Jón Björn Hákonarson | 5 | Stella Björk Steinþórsdóttir | 5 | Ásgeir Yngvason | 5 | Örlygur Hnefill Jónsson | 5 | Sigríður Ingvarsdóttir | 5 | Ingibjörg Hjartardóttir |
6 | Sigfús Arnar Karlsson | 6 | Þorkell Á. Jóhannsson | 6 | Jón Haraldsson | 6 | Jónína Rós Guðmundsdóttir | 6 | Steinþór Þorsteinsson | 6 | Jóhanna Gísladóttir |
Norðvesturkjördæmi
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn | Frjálslyndi flokkurinn | Íslandshreyfingin | Samfylkingin | Sjálfstæðisflokkurinn | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Magnús Stefánsson (3) | 1 | Guðjón Arnar Kristjánsson (6) | 1 | Pálína Vagnsdóttir | 1 | Guðbjartur Hannesson (2) | 1 | Sturla Böðvarsson (1) | 1 | Jón Bjarnason (4) |
2 | Herdís Sæmundardóttir | 2 | Kristinn H. Gunnarsson (9) | 2 | Sigurður Valur Sigurðsson | 2 | Karl V. Matthíasson (7) | 2 | Einar Kristinn Guðfinnsson (5) | 2 | Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir |
3 | Valdimar Sigurjónsson | 3 | Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir | 3 | Sólborg Alda Pétursdóttir | 3 | Anna Kristín Gunnarsdóttir | 3 | Einar Oddur Kristjánsson (8)* | 3 | Björg Gunnarsdóttir |
4 | Svanlaug Guðnadóttir | 4 | Ragnheiður Ólafsdóttir | 4 | Guttormur Hrafn Stefánsson | 4 | Sigurður Pétursson (bæjarfulltrúi) | 4 | Herdís Þórðardóttir (8)* | 4 | Ásmundur Daðason |
5 | Margrét Þóra Jónsdóttir | 5 | Anna Margrét Guðbrandsdóttir | 5 | Kristján S. Pétursson | 5 | Helga Vala Helgadóttir | 5 | Guðný Helga Björnsdóttir | 5 | Jenný Inga Eiðsdóttir |
6 | Helga Kristín Gestsdóttir | 6 | Guðmundur Björn Hagalínsson | 6 | Sigurður Grímsson | 6 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 6 | Birna Lárusdóttir | 6 | Hjördís Garðarsdóttir |
* Einar Oddur Kristjánsson lést 14. júlí 2007, eða aðeins tveimur mánuðum eftir kosningar. Herdís Þórðardóttir tók við sæti hans.
Reykjavíkurkjördæmi norður
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn | Frjálslyndi flokkurinn | Íslandshreyfingin | Samfylkingin | Sjálfstæðisflokkurinn | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Jón Sigurðsson (f. 1946) | 1 | Magnús Þór Hafsteinsson | 1 | Margrét Sverrisdóttir | 1 | Össur Skarphéðinsson (2) | 1 | Guðlaugur Þór Þórðarson (1) | 1 | Katrín Jakobsdóttir (4) |
2 | Guðjón Ólafur Jónsson | 2 | Ásgerður Jóna Flosadóttir | 2 | Ólafur Hannibalsson | 2 | Jóhanna Sigurðardóttir (5) | 2 | Guðfinna Bjarnadóttir (3) | 2 | Árni Þór Sigurðsson (9) |
3 | Fanný Guðbjörg Jónsdóttir | 3 | Erna V. Ingólfsdóttir | 3 | Sigurlín Margrét Sigurðardóttir | 3 | Helgi Hjörvar (7) | 3 | Pétur Blöndal (6) | 3 | Paul Nikolov |
4 | Jónína Brynjólfsdóttir | 4 | Auðunn Snævar Ólafsson | 4 | Guðrún Ásmundsdóttir | 4 | Steinunn Valdís Óskarsdóttir (10) | 4 | Sigurður Kári Kristjánsson (8) | 4 | Steinunn Þóra Árnadóttir |
5 | Halldór Nikulás Lárusson | 5 | Þóra Guðmundsdóttir | 5 | Ragnar Kjartansson | 5 | Ellert B. Schram (11) | 5 | Sigríður Ásthildur Andersen | 5 | Kristín Tómasdóttir |
6 | Fanný Gunnarsdóttir | 6 | Tryggvi Agnarsson | 6 | Haukur Snorrason | 6 | Valgerður Bjarnadóttir | 6 | Grazyna María Okuniewska | 6 | Þröstur Brynjarsson |
Reykjavíkurkjördæmi suður
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn | Frjálslyndi flokkurinn | Íslandshreyfingin | Samfylkingin | Sjálfstæðisflokkurinn | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Jónína Bjartmarz | 1 | Jón Magnússon (11) | 1 | Ómar Ragnarsson | 1 | Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (2) | 1 | Geir H. Haarde (1) | 1 | Kolbrún Halldórsdóttir (5) |
2 | Sæunn Stefánsdóttir | 2 | Kjartan Eggertsson | 2 | Ósk Vilhjálmsdóttir | 2 | Ágúst Ólafur Ágústsson (4) | 2 | Björn Bjarnason (6)* | 2 | Álfheiður Ingadóttir (10) |
3 | Árelía Eydís Guðmundsdóttir | 3 | Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 3 | Sigríður Þorgeirsdóttir | 3 | Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir (8) | 3 | Illugi Gunnarsson (3)* | 3 | Auður Lilja Erlingsdóttir |
4 | Þórir Ingþórsson | 4 | Alvar Óskarsson | 4 | Elvira Méndez Pinedo | 4 | Mörður Árnason | 4 | Ásta Möller (7) | 4 | Guðmundur Magnússon |
5 | Ingvar Mar Jónsson | 5 | Viðar Guðjohnsen | 5 | Snorri Sigurjónsson | 5 | Kristrún Heimisdóttir | 5 | Birgir Ármannsson (9) | 5 | Jóhann Björnsson |
6 | Kristín Helga Guðmundsdóttir | 6 | Grétar Pétur Geirsson | 6 | Elías Guðmundsson | 6 | Reynir Harðarson | 6 | Dögg Pálsdóttir | 6 | Halldóra Björt Ewen |
* Þar sem yfir 18% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn Björns Bjarnasonar skiptu þeir Illugi Gunnarsson um sæti á lista flokksins við úthlutun kjörstjórnar.
Suðvesturkjördæmi
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn | Frjálslyndi flokkurinn | Íslandshreyfingin | Samfylkingin | Sjálfstæðisflokkurinn | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Siv Friðleifsdóttir (10) | 1 | Kolbrún Stefánsdóttir | 1 | Jakob Frímann Magnússon | 1 | Gunnar Svavarsson (2) | 1 | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (1) | 1 | Ögmundur Jónasson (6) |
2 | Samúel Örn Erlingsson | 2 | Valdimar Leo Friðriksson | 2 | Svanlaug Jóhannsdóttir | 2 | Katrín Júlíusdóttir (5) | 2 | Bjarni Benediktsson (3) | 2 | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir |
3 | Una María Óskarsdóttir | 3 | Helgi Helgason | 3 | Lárus Vilhjálmsson | 3 | Þórunn Sveinbjarnardóttir (8) | 3 | Ármann Kr Ólafsson (4) | 3 | Gestur Svavarsson |
4 | Kristbjörg Þórisdóttir | 4 | Guðrún María Óskarsdóttir | 4 | Elsa D. Gísladóttir | 4 | Árni Páll Árnason (12) | 4 | Jón Gunnarsson (7) | 4 | Mireya Samper |
5 | Hlini Melsteð Jóngeirsson | 5 | Guðlaug Kristinsdóttir | 5 | Friðrik Ingi Friðriksson | 5 | Guðmundur Steingrímsson | 5 | Ragnheiður Elín Árnadóttir (9) | 5 | Andrea Ólafsdóttir |
6 | Ólafur Ágúst Ingason | 6 | Pétur Guðmundsson (stýrimaður) | 6 | Guðrún Einarsdóttir | 6 | Tryggvi Harðarson | 6 | Ragnheiður Ríkharðsdóttir (11) | 6 | Karl Tómasson |
Suðurkjördæmi
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn | Frjálslyndi flokkurinn | Íslandshreyfingin | Samfylkingin | Sjálfstæðisflokkurinn | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Guðni Ágústsson (3) | 1 | Grétar Mar Jónsson (10) | 1 | Ásta Þorleifsdóttir | 1 | Björgvin G. Sigurðsson (2) | 1 | Árni M. Mathiesen (1) | 1 | Atli Gíslason (7) |
2 | Bjarni Harðarson (8) | 2 | Óskar Þór Karlsson | 2 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 2 | Lúðvík Bergvinsson (5) | 2 | Árni Johnsen (6)* | 2 | Alma Lísa Jóhannsdóttir |
3 | Helga Sigrún Harðardóttir | 3 | Hanna Birna Jóhannsdóttir | 3 | Baldvin Nielsen | 3 | Róbert Marshall | 3 | Kjartan Ólafsson (4)* | 3 | Ragnheiður Eiríksdóttir |
4 | Eygló Harðardóttir | 4 | Benóný Jónsson | 4 | Alda Sigurðardóttir | 4 | Guðný Hrund Karlsdóttir | 4 | Björk Guðjónsdóttir (9) | 4 | Sigþrúður Jónsdóttir |
5 | Elsa Ingjaldsdóttir | 5 | Guðmundur Guðmundsson (skipstjóri) | 5 | Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir | 5 | Guðrún Erlingsdóttir | 5 | Unnur Brá Konráðsdóttir | 5 | Hólmar Tryggvason |
6 | Lilja Hrund Harðardóttir | 6 | Kristinn Guðmundsson | 6 | Jón Elíasson | 6 | Jenný Þórkatla Magnúsdóttir | 6 | Drífa Hjartardóttir | 6 | Jórunn Einarsdóttir |
* Þar sem yfir 21% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn Árna Johnsen skiptu þeir Kjartan Ólafsson um sæti á lista flokksins við úthlutun kjörstjórnar.
Kaffibandalagið
[breyta | breyta frumkóða]Hugsanlegt samstarf stjórnarandstöðunnar á seinni hluta kjörtímabilsins 2003-2007 var af sumum kallað Kaffibandalagið. Þá var átt við að þeir þrír flokkar sem sátu í stjórnarandstöðu, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn, hefðu innbyrðis samráð um myndun ríkisstjórnar fengju þeir nægilegan fjölda atkvæða til þess. Er dró að kosningum 2007 komu þó brestir í samstarfsáformin þegar frjálslyndir viðruðu stefnu í innflytjendamálum, sem hinum flokkunum þótti ekki boðleg. Nafn Kaffibandalagsins var dregið af þvi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, bauð formönnum fyrrnefndra flokka í kaffisamsæti á heimili sínu til þess að ræða mögulegt samstarf haustið 2006. Rætt var um Kaffibandalagið allt fram á kosninganótt 2007, en þá mátti litlu muna um hríð að það felldi stjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann hékk þó á einum manni þegar upp var staðið og var Kaffibandalagið þá í reynd úr sögunni þar sem það hefði þurft stuðning annars hvors stjórnarflokksins til að mynda meirihluta.
Kannanir
[breyta | breyta frumkóða]Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Kosning.is: Kjósendur á kjörskrá“. Sótt 3. maí 2007.
- ↑ Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000
- ↑ „Ákvörðun landskjörstjórnar um breytingu á kjördæmissætum eftir kosningarnar 2003“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2007. Sótt 29. nóvember 2006.
- ↑ „Framsóknarflokkurinn: Norðausturkjördæmi“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Framsóknarflokkurinn: Norðvesturkjördæmi“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Framsóknarflokkurinn: Reykjavíkurkjördæmi norður“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Framsóknarflokkurinn: Reykjavíkurkjördæmi suður“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Framsóknarflokkurinn: Suðurkjördæmi“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Framsóknarflokkurinn: Suðvesturkjördæmi (Kraginn)“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Frjálslyndi flokkurinn: Framboðslisti í Suðurkjördæmi“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Frjálslyndi flokkurinn: Framboðslisti í Suðvesturkjördæmi“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin: Frambjóðendur Norðaustur“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin: Frambjóðendur Norðvestur“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin: Frambjóðendur Reykjavík norður“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin: Frambjóðendur Reykjavík suður“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin: Frambjóðendur Suður“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin: Frambjóðendur Suðvestur“. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ „Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn“. Sótt 23. janúar 2007.
- ↑ „Sigurlið Samfylkingarinnar í prófkjörum á landsvísu“. Sótt 27. janúar 2007.
- ↑ „Úrslit í Reykjavík“. Sótt 24. janúar 2007.
- ↑ „Úrslit í Suðurkjördæmi“. Sótt 24. janúar 2007.
- ↑ „Úrslit í Suðvesturkjördæmi“. Sótt 24. janúar 2007.
- ↑ „Úrslit í Norðausturkjördæmi“. Sótt 24. janúar 2007.
- ↑ „Framboðslistinn í NV-kjördæmi samþykktur“. Sótt 24. janúar 2007.
- ↑ „Lokatölur úr forvali VG á höfuðborgarsvæðinu“. 3. desember 2006. Sótt 22. mars 2007.
- ↑ „Listinn á Suðurlandi samþykktur“. 2. desember 2006. Sótt 22. mars 2007.
- ↑ „Framboðslisti í Norðausturkjördæmi samþykktur“. 17. desember 2006. Sótt 22. mars 2007.
- ↑ „Framboðslistinn í Norðvesturkjördæmi samþykktur“. 18. febrúar 2007. Sótt 22. mars 2007.
- ↑ „Frjálslyndir og Nýtt afl í samstarf“. Sótt 22. september 2006.
- ↑ „The Immigrant´s Party FAQ“. Sótt 22. september 2006.
- ↑ „New Icelander´s Party and Leftist Green Party Merge“. Sótt 29. október 2006.
- ↑ „Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis“. Sótt 8. febrúar 2007.
- ↑ „Framboðslistum Baráttusamtakanna hafnað“. Sótt 2. maí 2007.
- ↑ „Baráttusamtök aldraðra hætt við að bjóða sig fram“. Sótt 2. maí 2007.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Auglýsing frá landskjörstjórn um framboð við alþingiskosningar 12. maí 2007; birtist í Fréttablaðinu 2. maí 2007
- Kosning.is, upplýsingavefur dómsmálaráðuneytisins um kosningarnar 2007.
- Vefur Morgunblaðsins um kosningnarnar
- Vefur Ríkisútvarpsins um kosningarnar
- Vefur Vísis um kosningarnar Geymt 28 apríl 2007 í Wayback Machine
- Upplýsingavefur Reykjavíkurborgar um kosningarnar
- Kosningasaga
Fyrir: Alþingiskosningar 2003 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 2009 |