Ásta Möller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásta Möller (ÁMöl)
Fæðingardagur: 12. janúar 1957 (1957-01-12) (67 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
1999-2003 í Reykv. fyrir Sjálfst.
2005-2007 í Reykv. n. fyrir Sjálfst.
2007-2009 í Reykv. s. fyrir Sjálfst.
= stjórnarsinni
Embætti
2005-2009 Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins
2007-2009 Formaður heilbrigðisnefndar
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Ásta Möller (f. 12. janúar 1957 í Reykjavík) er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Foreldrar hennar voru Agnar Möller fulltrúi og Lea Rakel Möller. Ásta Möller er gift Hauki Þór Haukssyni rekstrarhagfræðingi. Þau eiga fjögur börn.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Ásta Möller lauk stúdentsprófi frá MH 1976. B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði við HÍ 1980. MPA prófi í opinberri stjórnsýslu við HÍ 2006.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Ásta starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum 1980-1982. Fastur stundakennari við HÍ á námsbraut í hjúkrunarfræði 1981-1984, settur adjunkt 1982-1984. Deildarstjóri við öldrunardeild Borgarspítala 1984-1986 og fræðslustjóri á Borgarspítalanum 1987-1992. Formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1989-1994 og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994-1999. Stundakennari við HÍ og HA frá 1981. Framkvæmdastjóri Liðsinnis ehf. 2005.

Í stúdentaráði HÍ 1977-1979, varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ 1979-1980.

Í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1980-1982, í kjaranefnd Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1987-1988. Í öldungaráði Bandalags háskólamanna 1984-1990, í stjórn Bandalags háskólamanna 1996-1998 og í miðstjórn Bandalags háskólamanna 1989-1999. Varaformaður Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum 1996-1999. Í stjórn International Council of Nurses (ICN), alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga frá 1999, varaformaður samtakanna 2001-2005. Í hjúkrunarráði 1996-1999. Í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga frá 1994, formaður stjórnar 1997 og 1999, 2004 og 2006. Formaður nefndar um ritun sögu hjúkrunar á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2000.

Í stjórn heilbrigðis- og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins frá 1990, formaður nefndarinnar 1991-1995 og 2004-2005. Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2005. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1999-2003 og frá 2005. Í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2003-2006 og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna frá 2005.

Þingmaður[breyta | breyta frumkóða]

Ásta Möller var kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkin í Reykjavík árið 1999 og sat þar til ársins 2003. Í alþingiskosningunum 2003 náði hún ekki kjöri sem þingmaður en starfaði sem varaþingmaður þegar á reyndi. Hún komst aftur inn á þing þegar Davíð Oddson hætti afskiptum af stjórnmálum, árið 2005. Í Alþingiskosningunum árið 2007 náði hún kjöri sem þingmaður Reykjavíkur-kjördæmis norður. Hún féll af þingi í alþingiskosningunum 2009.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]