Helga Vala Helgadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Helga Vala Helgadóttir (HVH)
Fæðingardagur: 14. mars 1972 (1972-03-14) (47 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
2017- í Reykv. n. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Helga Vala Helgadóttir (f. 14. mars 1972) er íslensk leikkona og stjórnmálamaður. Hún var kjörinn á alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Helga Vala fæddist í Reykjavík þann 14. mars árið 1972. Foreldrar hennar voru leikararnir Helgi Skúlason og Helga Bachmann. Helga Vala útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1994 og úr Leiklistarskóla Íslands árið 1998. Hún hlaut BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og meistaragráðu úr sama skóla árið 2011.[1]

Helga Vala var formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá 2008 til 2010 og sat í stjórn Félags íslenskra leikara frá 2014 til 2016. Hún var kjörin á alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017.[1] Í aðdraganda kosninganna hafði Helga Vala meðal annars lagt áherslu á jafnrétti, umfhverfismál og að Ísland fengi nýja stjórnarskrá.[2]

Sem þingmaður vakti Helga Vala nokkra athygli árið 2018 þegar hún gekk út af hátíðarfundi alþingis á Þingvöllum til að mótmæla nærveru Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins.[3] Sagði hún síðar að mótmæli hennar gegn Kjærsgaard hafi verið gegn „framgöngu [hennar] og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum“ en ekki gegn Kjærsgaard sem fulltrúa dönsku þjóðarinnar.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Helga Vala Helgadóttir“. Alþingi. Sótt 12. september 2018.
  2. „Helga Vala Helgadóttir“. Samfylkingin. Sótt 12. september 2018.
  3. „Helga Vala gekk burt þegar Pia tók til máls". . (RÚV). 17. júlí 2018. Skoðað 12. september 2018.
  4. „Helga Vala vill að Steingrímur leiðrétti". . (Miðjan). 20. júlí 2018. Skoðað 12. september 2018.