Helga Vala Helgadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helga Vala Helgadóttir (HVH)

Fæðingardagur: 14. mars 1972 (1972-03-14) (52 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
2017-2023 í Reykv. n. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Helga Vala Helgadóttir (f. 14. mars 1972) er íslenskur lögmaður og fyrrum stjórnmálamaður og leikkona. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017. Helga var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og sat í umhverfis og samgöngunefnd til 2019. Hún var formaður í Velferðarnefnd frá 2019.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Helga Vala fæddist í Reykjavík þann 14. mars árið 1972. Foreldrar hennar voru leikararnir Helgi Skúlason og Helga Bachmann. Helga Vala stundaði nám Menntaskólanum í Hamrahlíð og útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1998. Hún hlaut BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og meistaragráðu úr sama skóla árið 2011.[1]

Helga Vala er gift Grími Atlasyni. Þau eiga saman fjögur börn.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Helga Vala var formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík 2008–2010 og virk í grasrót flokksins. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017.[1] Í aðdraganda kosninganna hafði Helga Vala meðal annars lagt áherslu á jafnrétti, málefni flóttamanna og hælisleitenda, umfhverfismál og að Ísland fengi nýja stjórnarskrá.[2]

Sem þingmaður vakti Helga Vala nokkra athygli árið 2018 þegar hún gekk út af hátíðarfundi alþingis á Þingvöllum til að mótmæla nærveru Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins.[3] Sagði hún síðar að mótmæli hennar gegn Kjærsgaard hafi verið gegn „framgöngu [hennar] og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum“ en ekki gegn Kjærsgaard sem fulltrúa dönsku þjóðarinnar.[4]

Helga Vala vakti mikla athygli fyrir gagnrýni sína á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í kringum Landsréttarmálið, hæfnisnefnd mat umsækjendur en Sigríður fór ekki eftir tillögum nefndarinnar. Að lokum steig hún til hliðar eftir að meirihluti Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. [5]

Helga Vala gaf kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar árið 2020 en tapaði fyrir sitjandi varaformanni Heiðu Björgu Hilmisdóttur.[6]

Hún ákvað að hætta á þingi í september 2023 og snúa sér aftur að lögmennsku. [7]

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Helga Vala starfaði sem leikkona og leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar 1999 og einnig sem leikkona hjá New Perspective Theatre Company árið 2000. Hún var einnig dagskrárgerðarkona á Bylgjunni, Ríkisútvarpinu, Talstöðinni og NFS 2000–2006. Upplýsingafulltrúi hjá Eddu, miðlun og útgáfu, 2001–2002. Árið 2008 starfaði hún sem blaðakona á Mannlífi. Síðan sem löglærður fulltrúi á Lögron, Lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis, 2009–2011. Árin 2011 til 2017 rak Helga eigin lögmannsstofu, Valva lögmenn.[8] Helga Vala hefur sinnt fjöl­mörg­um trúnaðar­störf­um, meðal ann­ars setið í stjórn Fé­lags ís­lenskra leik­ara, í Þjóðleik­hús­ráði og Höf­und­ar­rétt­ar­ráði.

Í störfum sínum sem lögmaður hefur Helga sinnt og sérhæft sig í málefnum flóttafólks, innflytjenda og fjölskyldna. Í störfum sínum sem lögmaður hefur hún einnig sinnt réttargæslu fyrir þolendur kynferðis- og heimilsofbeldis. [9] [10] Helga Vala hlaut viðurkenningu frá Siðmennt árið 2014 fyrir störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi. [11]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 „Helga Vala Helgadóttir“. Alþingi. Sótt 12. september 2018.
 2. „Helga Vala Helgadóttir“. Samfylkingin. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2019. Sótt 12. september 2018.
 3. „Helga Vala gekk burt þegar Pia tók til máls“. RÚV. 17. júlí 2018. Sótt 12. september 2018.
 4. „Helga Vala vill að Steingrímur leiðrétti“. Miðjan. 20. júlí 2018. Sótt 12. september 2018.
 5. „Helga Vala: Dómsmálaráðherra verður að segja af sér strax í dag“. Kjarninn. 12. mars 2019. Sótt 7. ágúst 2019.
 6. Ruv.is, „Heiða Björg var endurkjörin varaformaður Samfylkingar“ (skoðað 8. desember 2020)
 7. Helga Vala að hætta á þingi Heimildin, 2/9 2023
 8. „Helga Vala Helgadóttir“. Alþingi. Sótt 6. ágúst 2019.
 9. „„Hvað er málið? Trúa þau ekki að ég sé að segja satt?". www.frettabladid.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2019. Sótt 7. ágúst 2019.
 10. „Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða í Reykjavík“. www.mbl.is. Sótt 7. ágúst 2019.
 11. „Réttur | Siðmennt veitir tveimur lögmönnum á Rétti viðurkenningu“. rettur.is. Sótt 7. ágúst 2019.