Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir (fædd 8. október 1960) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi ríkissáttasemjari. Bryndís sat á Alþingi frá 1995 til 2005 fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna.
Bryndís lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1982 og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1992. Bryndís starfaði við ýmis skrifstofustörf í Reykjavík frá 1982-1987, starfaði í dómsmálaráðuneytinu frá 1990-1992. Var lögfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ) frá 1992-1995, alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1995-1999 og síðar fyrir Samfylkinguna frá 1999-2005. Starfaði við Háskólann á Bifröst frá 2004-2013, fyrst sem stundakennari á árunum 2004-2005 en síðar deildarforseti lagadeildar frá 2005–2011, aðstoðarrektor frá 2006-2011 og rektor frá 2011–2013. Starfsmannastjóri Landspítala frá 2013–2015 og hefur gegnt embætti ríkissáttasemjara frá 2015.
Bryndís sat í stjórn Kvenréttindafélags Íslands frá 1992-1997 og var formaður félagsins frá 1995-1997. Hún var í stjórn Ábyrgðarsjóðs launa 1993-1995,[1] var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur frá 2007-2008, stjórnarformaður Landsvirkjunar frá 2009-2014 og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um nokkurra mánaða skeið árið 2013.[2][3][4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alþingi.is, Æviágrip - Bryndís Hlöðversdóttir (skoðað 13. júní 2019)
- ↑ Vb.is, „Bryndís næsti formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna“, (skoðað 13. júní 2019)
- ↑ Ruv.is, „Bryndís hættir í stjórn Lífeyrissjóðs VR“, (skoðað 13. júní 2019)
- ↑ Rikissattasemjari.is, Bryndís Hlöðversdóttir, (skoðað 13. júní 2019)