Fara í innihald

Ellert B. Schram

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ellert B. Schram (EBS)

Fæðingardagur: 10. október 1939 (1939-10-10) (84 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
1971-1974 í Landsk. fyrir Sjálfstfl.
1974-1979 í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
1983-1987* í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
2007-2009 í Reykv. n. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
1974-1978 Formaður allsherjarnefndar**
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis
*Tók ekki sæti á þinginu 1983-1984 **Í neðri deild og sameinuðu þingi

Ellert Björgvinsson Schram (fæddur 10. október 1939) fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Ellert útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1959 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966[1]. Hann lék einnig knattspyrnu fyrir KR og var á lista yfir markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar frá árinu 1959 til 1964[2] án þess þó að vera markahæstur. Ellert lék einnig með landsliði Íslands í knattspyrnu.

Ellert var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 1971-1979 og 1983-1987 og Samfylkingarinnar 2007-2009.

Ellert var kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 1991 og gegndi því embætti til ársins 2006. Hann var sæmdur riddarakross Fálkaorðunnar árið 2001 „fyrir störf í þágu íþrótta.“

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=141
  2. http://www.rsssf.com/tablesi/ijstops.html
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.