Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja
Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja er íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður 2007. Formaður er Arndís H. Björnsdóttir. Flokkurinn hefur gefið það út að boðið verði fram í öllum kjördæmum.[1]
Eftir að hafa borið saman bækur sínar hafa hópar aldraðra og öryrkja ákveðið að bjóða fram til kosninganna.[2] Félagasamtök umræddra hópa, þ.e.a.s. Landssamband eldri borgara, Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra og Öryrkjabandalag Íslands, hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau undirstrika að þau komi ekki með beinum hætti að framboðinu heldur hvetji félaga „til að vera virka þátttakendur á vettvangi stjórnmálanna, hvar í flokki sem þeir standa, og sinna þannig borgaralegum réttindum og skyldum sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu“.[3] Eftir að hafa unnið að undirbúningsvinnu í ríflega mánuð var stofnun Stjórnmálasamtaka eldri borgara og öryrkja tilkynnt 4. mars og stefnt sé að því að bjóða fram í öllum kjördæmum.[4] Einungis fjórum dögur síðar tilkynnti annar hópur, Áhugafólk um málefni eldri borgara og öryrkja, að ekki hefði tekist að sameina hópana tvo þrátt fyrir tilraunir til þess og að það hyggðist ekki bjóða fram af ótta við að veikja málstaðinn.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Baráttusamtökin í öllum kjördæmum“. 30. mars 2007. Sótt 23. apríl 2007.
- ↑ „Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar“. 23. janúar 2007. Sótt 23. janúar 2007.
- ↑ „Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma ekki að framboðum“. 26. janúar 2007. Sótt 26. janúar 2007.
- ↑ „Stjórnmálasamtök eldri borgara og öryrkja stofnuð“. 4. mars 2007. Sótt 8. mars 2007.
- ↑ „Hætt við annað framboð eldri borgara og öryrkja“. 8. mars 2007. Sótt 8. mars 2007.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Betrikjor.net Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine
- Áhugafólk um málefni eldri borgara og öryrkja Geymt 29 september 2007 í Wayback Machine