Fara í innihald

Björn Valur Gíslason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Valur Gíslason (f. 20. september 1959) er íslenskur stjórnmálamaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Björn Valur er nú varaþingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi.

Menntun og starfsreynsla[breyta | breyta frumkóða]

Björn lauk þriðja stigs prófi, skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík vorið 1984 og hefur starfað síðan 1975 sem sjómaður, stýrimaður og skipstjóri á bátum og togurum. Hafði svo yfirumsjón með fyrsta stigs námi við Stýrimannaskólann sem kennt var í Ólafsfirði veturna 1986 - 1988 og leiðbeinandi í sjóvinnu við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði 1986-1988. Björn tók próf í kennsluréttindum við Háskólann á Akureyri 2006.

Pólítískur ferill og starf innan verkalýðshreyfingarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Var bæjarfulltrúi Vinstrimanna og óháðra og síðar Ólafsfjarðarlistans og nefndarmaður í ýmsum nefndum fyrir Ólafsfjarðarbæ á árunum 1986-1998. Var formaður fræðslunefndar Ólafsfjarðarbæjar kjörtímabilið 2002-2006. Varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi Eystra, desember 1990, og fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi október-nóvember 2007, apríl og október-nóvember 2008. Áttundi þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð 2009 - 2013. Kjörinn formaður þingflokks Vinstri grænna 29. september 2011. Björn Valur sóttist ekki eftir sæti á lista í Norðausturkjördæmi í aðdraganda kosninga 2013 og færði sig um set til Reykjavíkur. Hann hlaut ekki brautargengi í forvali Vinstri grænna í Reykjavík og var ekki meðal efstu manna en sat í 4. sæti lista flokksins í Reykjavík norður og var varaþingmaður. Björn Valur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi 23. febrúar 2013 og skipaði þriðja sæti á lisa Vinstri grænna í norðausturkjördæmi árið 2016, sem aftur skilaði varamannssæti. Í ágústmánuði 2017 lýsti hann því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í október 2017.

Stjórnarmaður í Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðurlands í mörg ár. Í stjórn Félags skipstjórnarmanna.

Annað[breyta | breyta frumkóða]

Auk þess er Björn Valur með grunnmenntun í gítarleik frá Tónskólanum í Ólafsfirði og hefur verið hljóðfæraleikari í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust um árabil, haldið fjölda tónleika út um allt land og gefið út þrjá geisladiska með sveitinni.


Fyrirrennari:
Katrín Jakobsdóttir
Varaformaður Vinstri-Grænna
(23. febrúar 2013 – 7. október 2017)
Eftirmaður:
Edward H. Huijbens


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]