Fara í innihald

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR)
Fæðingardagur: 23. júní 1949 (1949-06-23) (75 ára)
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn
Þingsetutímabil
2007-2009 í Suðvest. fyrir Sjálfstfl.
2009-2013 í Suðvest. fyrir Sjálfstfl.
2013-2016 í Suðvest. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2007-2009 6. varaforseti Alþingis
2009 3. varaforseti Alþingis
2009-2013 1. varaforseti Alþingis
2013-2016 Þingflokksformaður
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (f. 23. júní 1949) er fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Ragnheiður sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi á árunum 2007-2016.

Ragnheiður er menntaður íslenskufræðingur. Hún starfaði um margra ára bil sem íslenskukennari í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ sem nú heitir Varmárskóli. Ragnheiður var jafnframt skólastjóri í Gagnfræðaskólanum um tíma og þar á eftir skólastjóri í Hjallaskóla í Kópavogi.

Ragnheiður var bæjarstjóri í Mosfellsbæ á árunum 2002-2007 og var kjörin á Alþingi þann 12. maí 2007 fyrir Suðvesturkjördæmi.

Faðir Ragnheiðar er Ríkharður Jónsson fyrrum knattspyrnumaður. Sonur Ragnheiðar er Ríkharður Daðason knattspyrnumaður og dóttir hennar er Hekla Daðadóttir handboltakona.

Ragnheiður var sú eina af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem samþykkti tillöguna um að leggja inn aðildarumsókn hjá Evrópusambandinu sem kom fyrir Alþingi þann 16. júlí 2009. [1]

Ragnheiður ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Send verður inn umsókn um aðild að ESB; af Mbl.is
  2. 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.