Fara í innihald

Arnbjörg Sveinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS)

Fæðingardagur: 18. febrúar 1956 (1956-02-18) (68 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn
Þingsetutímabil
1995-2003 í Austurl. fyrir Sjálfst.
2004-2009 í Norðaustur fyrir Sjálfst.
2009 í Norðaustur fyrir Sjálfst.
= stjórnarsinni
Embætti
1999-2003 Formaður félagsmálanefndar
2005-2009 Þingflokksformaður
2006-2009 Formaður kjörbréfanefndar
2007-2009 Formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Arnbjörg Sveinsdóttir (f. 18. febrúar 1956 í Reykjavík) var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins 2005-2009 og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi 2004 - 2009. Arnbjörg átti áður sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Austfjarðakjördæmi 1995 - 2003. Foreldrar hennar eru Guðrún Björnsdóttir og Sveinn Már Guðmundsson. Maður hennar er Garðar Rúnar Sigurgeirsson og eiga þau tvö börn.

Arnbjörg lauk stúdentsprófi árið 1976 og stundaði laganám við Háskóla Íslands á árunum 1980-1982. Hún sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1986-1998 og var forseti bæjarstjórnar 1994-1996. Hún sat í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, formaður árin 1991-1992 og var á sama tíma formaður landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Fyrir þingmennsku vann Arnbjörg við skrifstofustörf hjá Fiskvinnslunni hf. og Gullbergi hf. 1983-1990 og var skrifstofu- og fjármálastjóri Fiskiðjunnar Dvergasteins hf. 1990-1995.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.