Valgerður Bjarnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Valgerdurbjarnadottir.jpg

Valgerður Bjarnadóttir (fædd 13. janúar 1950) er íslenskur viðskiptafræðingur, og var aðalmaður í bankaráði Seðlabanka Íslands en sagði sig úr ráðinu vegna þaulsetu bankastjóranna í trássi við vilja almennings og stjórnvalda eftir bankahrunið 2008. Valgerður er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra og systir Björns Bjarnasonar fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Valgerður var gift Vilmundi Gylfasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmanni Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna og saman áttu þau fimm börn. Seinni maður hennar er Kristófer Már Kristinsson, sem eitt sinn var varaþingmaður Bandalags jafnaðarmanna.

Valgerður skrifar reglulega pistla í Fréttablaðið.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.