Fara í innihald

Ármann Kr. Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ármann Kr Ólafsson)
Ármann Kr. Ólafsson (ÁKÓ)
Formaður Íslandsdeildar VES-þingsins
Í embætti
2007–2009
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2007 2009  Suðvesturkjördæmi  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. júlí 1966 (1966-07-17) (58 ára)
Akureyri
Æviágrip á vef Alþingis

Ármann Kr. Ólafsson (f. 17. júlí 1966) er fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi 2012-2022 og oddviti Sjálfstæðisflokksins 2010-2022 og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2007-2009.

Kona hans er Hulda Guðrún Pálsdóttir klæðskerameistari sem jafnframt hefur lokið kennaranámi frá KHÍ.

Ármann er fæddur á Akureyri, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og tók virkan þátt í félagslífi skólans, var m.a. ritstjóri skólablaðs M.A. Áður en Ármann hóf nám í M.A. lauk hann námi í grunndeild rafiðna við Iðnskólann á Akureyri. Ármann er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands, en hluti af háskólanáminu var markaðsfræði sem hann nam við University of West Florida. Samhliða háskólanáminu lauk Ármann einkaflugmannsprófi en áður hafði hann fengið réttindi til að fljúga svifflugu. Að loknu námi stofnaði Ármann auglýsingastofuna ENNEMM ehf. og var framkvæmdastjóri hennar 1991-1995.

Ármann Kr. var aðstoðarmaður ráðherra í þremur ráðuneytum 1995-2006. Fyrst í samgönguráðuneytinu 1995-1999 hjá Halldóri Blöndal, þá í sjávarútvegsráðuneytinu hjá Árna M. Mathiesen 1999-2005 og hjá Árna M. í fjármálaráðuneytinu 2005-2006. Samhliða þessum störfum sat Ármann í fjölmörgum nefndum tengdum lands- og sveitastjórnarmálum.

Ármann sat í stjórn og framkvæmdastjórn SUS á sínum yngri árum. Hann var bæjarfulltrúi í Kópavogi í rúma tvo áratugi; 1998-2022, sat í bæjarráði, var formaður skipulagsnefndar og skólanefndar Kópavogs. Ármann gegndi stjórnarformennsku í Strætó 2006-2008 og var forseti bæjarstjórnar Kópavogs um nokkuð skeið.

Ármann var bæjarstjóri í Kópavogi í áratug - frá 14. febrúar 2012 til 15. júní 2022; fyrst í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks með Framsóknarflokki og Y-lista 2012-2014, með Bjartri framtíð 2014-2018 og með Framsóknarflokki frá 2018.


Fyrirrennari:
Guðrún Pálsdóttir
Bæjarstjóri Kópavogs
(20122022)
Eftirmaður:
Ásdís Kristjánsdóttir