Fara í innihald

Bjarni Harðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjarni Harðarson
Fæðingardagur: 25. desember 1961 (1961-12-25) (62 ára)
Fæðingarstaður: Hveragerði
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn
Þingsetutímabil
2007-2008 í Suðurk. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Bjarni Harðarson (fæddur í Hveragerði 25. desember, 1961) er bóksali og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins. Hann var kjörinn á þing 2007 sem áttundi þingmaður Suðurkjördæmis.

Þann 10. nóvember 2008 kom upp hneykslismál þegar Bjarna urðu á þau mistök að senda skeyti ætlað aðstoðarmanni hans til allra fjölmiðla Íslands, þar sem hann vildi láta áframsenda nafnlaust bréf þriðja aðila þar sem kom fram sterk gagnrýni á Valgerði Sverrisdóttur varaformann Framsóknarflokksins.[1] Daginn eftir sagði Bjarni af sér þingmennsku.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. www.visir.is
  2. Mbl.is
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.