Borgaraflokkurinn (Pólland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgaraflokkurinn
Platforma Obywatelska
Formaður Donald Tusk
Aðalritari Marcin Kierwiński
Þingflokksformaður Borys Budka
Stofnár 2001; fyrir 23 árum (2001)
Stofnendur Andrzej Olechowski, Maciej Płażyński og Donald Tusk
Höfuðstöðvar ul. Władysława Andersa 21 00-159 Varsjá, Póllandi
Einkennislitur Appelsínugulur     
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða platforma.org

Borgaraflokkurinn (Platforma Obywatelska, skammstöfun PO) er frjálslynd-íhaldssamur, kristinn lýðveldisflokkur í Póllandi. Hann hefur verið stærsti flokkurinn í pólsku stjórnarandstöðunni frá árinu 2015. Leiðtogi flokksins er Borys Budka og Bronisław Komorowski var forseti Pollands frá 2010 til 2015. Borgaraflokkurinn var stærsti flokkurinn í pólska þinginu til þingkosninganna 2015, þar sem hægriflokkurinn Lög og réttlæti vann flest sæti. Borgaraflokkurinn er meðlimur í Evrópska þjóðarflokknum.

Flokkurinn var stofnaður árið 2001 af Andrzej Olechowski, Maciej Płażyński og Donald Tusk. Í þingkosningunum 2001 var Borgaraflokkurinn stærsti andstöðuflokkurinn, á eftir stjórnarflokknum Lýðræðislega vinstribandalagið (Sojusz Lewicy Demokratycznej). Borgaraflokkurinn var aftur næststærsti flokkurinn í þingkosningunum 2005 en í þetta skiptið voru Lög og réttlæti sigurvegarar. Árið 2007 uku vinsældir Borgaraflokksins og flokkurinn gekk í samsteypustjórn með Pólska alþýðuflokknum.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.