Únítarismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Únítarismi er sú trú að persónuleiki Guðs sé einfaldur en ekki þrefaldur eins og kenningin um heilaga þrenningu gerir ráð fyrir. Únítarar líta á trú sína sem hina upprunalegu kristni. Þeir líta á Jesús sem spámann fremur en holdgerving Guðs á jörðu en trúa þó á kenningar hans eins og aðrir kristnir.

Nokkuð var um únítara á Íslandi í kringum aldamótin 1900. Manntölin 1880-1920 gefa fjölda þeirra upp svo:

  • 1880 4
  • 1890 1
  • 1901 36
  • 1910 25
  • 1920 5

Bæði í manntalinu 1880 og 1901 eru únítarar fjölmennasti trúflokkurinn utan Þjóðkirkjunnar. Matthías Jochumsson var hallur undir únítarisma.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.