Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński | |
---|---|
Forsætisráðherra Póllands | |
Í embætti 14. júlí 2006 – 16. nóvember 2007 | |
Forseti | Lech Kaczyński |
Forveri | Kazimierz Marcinkiewicz |
Eftirmaður | Donald Tusk |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 18. júní 1949 Varsjá, Póllandi |
Þjóðerni | Pólskur |
Stjórnmálaflokkur | Lög og réttlæti |
Háskóli | Háskólinn í Varsjá |
Undirskrift |
Jarosław Aleksander Kaczyński (f. 18. júní 1949 í Varsjá) er formaður pólska stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis (Prawo i Sprawiedliwość) og var forsætisráðherra Póllands frá 14. júlí 2006 til 16. nóvember 2007. Kaczyński stofnaði Lög og réttlæti ásamt tvíburabróður sínum, Lech Kaczyński, árið 2001.
Lög og réttlæti komust aftur til valda eftir þing- og forsetakosningar árið 2015 og sátu við stjórn til ársins 2023. Á þeim tíma stóð flokkurinn fyrir miklum breytingum á dómkerfi landsins sem gagnrýnendur stjórnarinnar segja grafa undan réttarríkinu í Póllandi. Kaczyński var hvorki forsætisráðherra né forseti í stjórn Laga og réttlætis en sem formaður stjórnarflokksins var hann í reynd leiðtogi ríkisstjórnarinnar og valdamesti stjórnmálamaður í Póllandi.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Poland's de facto leader slams president, wants to restore 'moral order'“. 28. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2018.
Fyrirrennari: Kazimierz Marcinkiewicz |
|
Eftirmaður: Donald Tusk |