Fara í innihald

Eem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eem (þekkt sem Sangamon í Norður-Ameríku, Ipswichian í Bretlandi og Riss-Wurm í Ölpunum) er næstsíðasta hlýskeið síðustu ísaldar á pleistósen. Það hófst fyrir 131.000 árum. Loftslag á Eem er talið hafa verið jafnstöðugt og á hólósen, en þó hafa verið hlýrra. Hlýjast var á Eem fyrir 125.000 árum þegar skógar náðu allt norður að Nordkapp (nú freðmýri) í Norður-Noregi. Harðviður eins og hesliviður og eik uxu allt norður að Oulu í Finnlandi. Sjávarstaða á Eem var hærri en nú, sem bendir til þess að jöklar hafi verið talsvert minni en í dag. Skandinavía var eyja vegna vatnafars á stórum svæðum Norður-Evrópu og Vestur-Síberíu.

Á hámarki Eem-hlýskeiðsins var almennt hlýrra en nú er, þótt að kaldara hafi verið á vissum svæðum. Tré uxu allt norður að Baffin í stað Kuujjuaq og skilin á milli slétta og skóga lágu vestar í Norður-Ameríku, eða nálægt Lubbock í Texas í stað Dallas í Texas þar sem þau liggja í dag. Á Eem urðu síðan snögg umskipti yfir í kaldari og þurrari skilyrði en eru nú, og fyrir 114.000 árum lauk Eem-hlýskeiðinu og jökulskeið hófst á ný.