Egg
Útlit
Egg er okfruma ásamt næringarforða handa nýjum einstaklingi, innilukt í hýði eða skurn. Fóstrið þroskast innan í egginu og brýtur sig svo út úr því þegar dýrið er fært um að lifa af sjálft. Eggið verður til eftir frjóvgun eggfrumunnar. Flest hryggdýr (fyrir utan spendýr), liðdýr, og lindýr verpa eggjum.
Skriðdýr, fuglar, og nefdýr verpa eggjum á landi.
Stærsta egg sem fundist hefur var úr hvalháfi og var 30 cm langt. Stærstu fuglseggin finnast hjá strútum, minnstu fuglseggin finnast hjá kólibrífuglum.