Jan Karol Chodkiewicz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan Karol Chodkiewicz á málverki eftir Bacciarelli frá 1781.

Jan Karol Chodkiewicz (um 1560 – 24. september 1621) var herforingi í her Pólsk-litháíska samveldisins. Hann var höfuðsmaður frá 1601 og stórhöfuðsmaður frá 1605. Hann var af Chodkiewicz-ætt sem var valdamikil aðalsætt í samveldinu.

Hann reis til metorða í Nalivajkouppreisninni 1594-1596 og Vallakíuförinni í Moldavíustríðunum 1599-1600. Hann var oft á tíðum aðalhershöfðingi samveldisins í Stríði Póllands og Svíþjóðar 1600-1611, Stríði Póllands og Rússlands 1605-1618 og Stríði Póllands og Tyrkjaveldis 1620-1621. Hann féll í umsátri Tyrkja um Khotyn árið 1621.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.