Fara í innihald

Þriðji geirinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þriðji geirinn (líka kallaður hagnaðarlausi geirinn eða félagshagkerfið) er starfsemi sem hvorki tilheyrir opinbera geiranumeinkageiranum. Þetta á einkum við starfsemi félagasamtaka og sjálfseignarstofnana en getur í sumum tilvikum átt við um hlutafélög. Einkenni á stórum hluta þriðja geirans er sjálfboðavinna og að starfsemi innan hans er hvorki hagnaðarsækin eins og einkafyrirtæki né hagnaðardreifandi eins og opinber stofnun. Starfsemi þriðja geirans er þannig einkarekin en snýst um að skapa vörur og þjónustu sem teljast til almannagæða. Starfsemi innan þriðja geirans er flokkuð samkvæmt INCPO-staðli Sameinuðu þjóðanna í menningar- og listastarfsemi, menntastofnanir, rannsókna- og þróunarstarfsemi, heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu, húsnæðisfélög, og góðgerðasamtök og líknarfélög. Starfsemi innan þriðja geirans er oft fjármögnuð með frjálsum framlögum, en líka opinberum og alþjóðlegum styrkjum.

Gagnrýni á þriðja geirann felst meðal annars í því að hann auki valdsvið ríkjandi afla með því að færa það niður í grasrótina og að hann stofnanavæði andspyrnu. Bent hefur verið á að vöxtur þriðja geirans í þróunarlöndum tengist því að ríkisvaldið sker niður félagslega þjónustu í nafni frjálshyggju í efnahagsstjórn ríkjanna. Þriðji geirinn sé eins konar staðgengill fyrir ríkisvaldið og merki um hnignun velferðarhugsjónarinnar. Eins hefur þriðji geirinn verið gagnrýndur fyrir ógagnsæi, bæði í ákvarðanatöku og meðferð fjármuna, og skort á lýðræði.

Á Íslandi voru samvinnufélög áberandi fulltrúi þriðja geirans á 20. öld en þeim hefur farið ört fækkandi síðustu 20 ár. Á móti hefur félagsaðild almennings aukist verulega og sjálfseignarstofnunum fjölgað á sama tíma.

  • Ívar Jónsson (2006), Félagshagkerfið á Íslandi, Háskólinn á Bifröst ([1]).
  • Negri, Antonio og Hardt, Michael (2000), Empire, London/Cambridge, Mass., Harvard University Press ([2]).
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.