Fara í innihald

Lubusz (hérað)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning héraðsins innan Póllands

Lubusz (pólska: województwo lubuskie) er hérað í Vestur-Póllandi. Það var stofnað þann 1. janúar 1999 við sameiningu nokkurra eldri héraða. Stærstu borgirnar í héraðinu og sameiginlegu höfuðborgir þess eru Gorzów Wielkopolski og Zielona Góra. Árið 2011 voru íbúar héraðsins 1.001.000 samtals. Flatarmál héraðsins er 13.988 ferkílómetrar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.