Wrocław
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/f8/Rynek_Starego_Miasta_We_Wroclawiu_%28152991773%29.jpeg/300px-Rynek_Starego_Miasta_We_Wroclawiu_%28152991773%29.jpeg)
Wrocław (['vrɔʦwaf], ⓘ; þýska Breslau; tékkneska Vratislav; latína Vratislavia; einnig nefnd Breslá á íslensku, eftir þýska heitinu) er fjórða stærsta borg Póllands og höfuðborg Neðri-Slesíu, íbúar voru um 641.000 árið 2020. Flatarmál borgarinnar er 293 ferkílómetrar. Hún liggur við ána Odru.
Borgin á sér meira en 1000 ára sögu og hefur verið hluti af konungsríkjunum Póllandi, Bæheimi, Ungverjalandi, Austurríki, Prússlandi og Þýskalandi. Í lok seinni heimsstyrjaldar, eftir Potsdamráðstefnuna, tóku Pólverjar við yfirráðum í borginni sem hafði verið hluti af Þýskalandi og Prússlandi síðustu 2 aldir.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/87/Wratislauia_Bre%C3%9Flaw_Breslau_17.Jh.jpg/300px-Wratislauia_Bre%C3%9Flaw_Breslau_17.Jh.jpg)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Wrocław.