Sarmatar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Skýþíu og Parþíu um 100 f.Kr. Sarmatía er merkt inn sem vesturhluti Skýþíu.

Sarmatar (úr fornírönsku: Sarumatah, „bogmaður“) voru írönsk þjóð sem fluttist frá Mið-Asíu til Úralfjalla á 5. öld f.Kr. og settust að lokum að í Kákasus, Úkraínu og austurhluta Balkanskaga. Flestar fornminjar sem tengjast Sarmötum hafa fundist þar sem nú er Krasnodarfylki í Rússlandi við rætur Kákasusfjalla.

Sarmatar voru ein þeirra þjóða sem stöðvuðu framrás Rómaveldis til austurs. Þeir voru öflugasta ríkið við Svartahaf þar til Gotar tóku að sækja austur á bóginn. Innrás Húna á 4. öld batt síðan endi á ríki Sarmata. Ein grein þeirra, Alanar, eru eftir það nefndir í rómverskum heimildum ýmist sem bandamenn Germana eða Húna. Ossetar nútímans rekja uppruna sinn til Alana, en nöfn í grískum áletrunum frá strönd Svartahafs benda til þess að tungumál þeirra hafi verið norðausturíranskt mál, skylt sogdísku og ossetísku.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.