Evrópska ráðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki evrópska ráðsins.

Evrópska ráðið einnig nefnt leiðtogaráðið tekur allar helstu ákvarðanir innan Evrópusambandsins (ESB) og mótar stefnu ESB. Ráðið er samráðsvettvangur þjóðarleiðtoga aðildarríkjanna. Ráðið kemur saman tvisvar á ári á leiðtogafundi þar sem rædd öll helstu málefni og tekin er lokaafstöðu til fyrirliggjandi mála. Til ársins 2009 var forseti hverju sinni þjóðarleiðtogi þess aðildarríkis sem fór með formennsku í ráðherraráðinu. Með Lissabon-sáttmálanum árið 2009 varð forsetaembætti evrópska ráðsins þess í stað að föstu embætti sem meðlimir ráðsins kjósa í tveggja og hálfs árs kjörtímabil.[1] Forsetanum er leyft að sitja tvö kjörtímabil, alls fimm ár. Núverandi forseti evrópska ráðsins, kjörinn árið 2019, er Charles Michel.

Meðal hlutverka leiðtogaráðsins er að velja forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og bankastjóra Seðlabanka Evrópu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „European Council: The President's role“. Sótt 21. mars 2015. „The President the European Council is elected by the European Council by a qualified majority. He is elected for a 2.5 year term, which is renewable once.“