Slavar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Evrópsk lönd þar sem slavneskt mál er opinbert

Slavar eru indóevrópskur hópur sem finnst í Mið-Evrópu, Austur-Evrópu, Suðaustur-Evrópu, Norður-Asíu og Mið-Asíu. Slavar tala slavnesk tungumál og eiga sameinlegan menningarlegan og sögulegan uppruna. Á 6. öld dreifðust þeir um meginhluta Mið-, Austur- og Suðaustur-Evrópu. Hópar Slava fóru alla leið til Skandinavíu og umgengust þar norræna menn, meðan aðrir Slavar settust að í Litlu Asíu og Sýrlandi og störfuðu sem málaliðar fyrir Austrómverska ríkið og Araba. Seinna námu Austur-Slavar land í Síberíu og Mið-Asíu. Allar þjóðir Slava hafa flust um allan heim. Um helmingur Evrópu er byggður slavneskumælandi íbúum.

Nú til dags skiptast Slavar í þrjá aðalflokka: Vestur-Slava (aðallega Pólverja, Tékka og Slóvaka), Austur-Slava (aðallega Rússa, Hvíta-Rússa og Úkraínumenn) og Suður-Slava (aðallega Bosníumenn, Serba, Króata, Búlgara, Makedóníumenn, Svartfellinga og Slóvena).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.