Fara í innihald

Skýþar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýþískur kambur.

Skýþar (úr grísku Σκύθης, Σκύθοι) voru hirðingjaþjóð sem bjó í Evrasíu á svæði sem nefndist Skýþía og náði yfir Mið-Asíu og hluta Austur-Evrópu frá 7. öld til 3. aldar f.o.t. Hnignun þeirra stafaði af átökum við Akkamenída og Makedóna. Að lokum lögðu Sarmatar, sem voru skyld þjóð, lönd þeirra undir sig, og Alanar lögðu svo lönd Sarmata undir sig. Skýþar eru taldir hafa verið írönsk þjóð sem talaði íranskt mál og trúarbrögð þeirra voru skyld frumírönskum trúarbrögðum.

Skýþar voru með fyrstu miðevrópsku hirðingjaþjóðunum sem börðust á hestbaki. Þeir tóku við af Kimmeríum sem ráðandi afl á sléttunum í Mið-Asíu á 8. öld f.o.t. Veldi þeirra hefur verið kallað fyrsta miðasíska hirðingjastórveldið.

Eftir þeirra daga var heiti þeirra notað yfir ýmsar evrasískar þjóðir sem ekkert áttu skylt við þá, eins og Húna, Gota, Tyrkneskar þjóðir, Avara, Kasara og aðra hirðingja.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.