Síðmiðaldir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bændur að störfum í bókinni Très Riches Heures frá upphafi 15. aldar.

Síðmiðaldir er hugtak sem notað er yfir það tímabil í sögu Evrópu sem nær frá 14. öld til 16. aldar, þ.e. frá lokum hámiðalda til nýaldar. Á þessu tímabili átti endurreisnin sér stað og það nær að stórum hluta saman við endurreisnartímabilið. Lok tímabilsins eru ýmist miðuð við uppgötvun Ameríku 1492, siðaskiptin 1517 eða jafnvel andlát Leonardo da Vinci 1519. Vísindabyltingin hefst á síðmiðöldum.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.