1977
Útlit
(Endurbeint frá Júlí 1977)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1977 (MCMLXXVII í rómverskum tölum) var 77. ár 20. aldar sem hófst á laugardegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- Janúar - Commodore PET, fyrsta tölvan sem var með öll jaðartæki í einum kassa, var kynnt á Consumer Electronics Show í Chicago í Bandaríkjunum.
- 3. janúar - Fyrirtækið Apple Computer var formlega skráð.
- 6. janúar - Tónlistarframleiðandinn EMI sagði upp samningi við hljómsveitina Sex Pistols.
- 8. janúar - Þrjár sprengjur sprungu í Moskvu með þeim afleiðingum að sjö dóu.
- 10. janúar - Eldgos hófst í Nyiragongo í Saír. Hraunflóðið olli dauða 70 manna.
- 11. janúar - Raforka á Íslandi; byggðalínan var tekin í notkun þegar Akureyri var tengd við raflínur að sunnan.
- 15. janúar - Flugslysið í Kälvesta: Sænsk farþegavél hrapaði á íbúðabyggð með þeim afleiðingum að 22 létust.
- 17. janúar - Gary Gilmore var tekinn af lífi í Bandaríkjunum, sá fyrsti eftir að dauðarefsing var aftur heimiluð.
- 18. janúar - Vísindamenn uppgötvuðu áður óþekkta bakteríu sem talin var ástæða hermannaveiki.
- 20. janúar - Jimmy Carter tók við embætti forseta Bandaríkjanna.
- 23. janúar - Sjónvarpsþáttaröðin Rætur hóf göngu sína í ABC.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Ítalska sjónvarpsstöðin RAI hóf útsendingar í lit.
- 4. febrúar - Hljómsveitin Fleetwood Mac gaf út plötuna Rumours.
- 7. febrúar - Flokkur Zulfikar Ali Bhutto sigraði þingkosningar í Pakistan en var ásakaður um kosningasvindl.
- 11. febrúar - 20,2 kílóa þungur humar veiddist við Nova Scotia.
- 17. febrúar - 77-hreyfingin varð til þegar stúdentar ráku ritara Almenna ítalska verkamannasambandsins (CGIL) af fundi í Háskólanum í Róm.
- 18. febrúar - Geimskutluáætlunin: Geimskutlan Enterprise flaug „jómfrúarflug“ á Boeing 747 burðarþotu.
- 18. febrúar - Fyrsta tölublað breska myndasögutímaritsins 2000 AD kom út.
- 25. febrúar - 42 létust í bruna í Hotell Rossíja í Moskvu.
- 27. febrúar - Skákeinvígi Boris Spasskí og Vlastímíl Hort hófst í Reykjavík.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - 1500 manns fórust í jarðskjálfta á Balkanskaga.
- 9. mars - Hanafiumsátrið: Um tugur meðlima Hanafihreyfingarinnar tóku 130 gísla og drápu einn í þremur byggingum í Washington DC.
- 10. mars - Vísindamenn í Kuiper Airborne Observatory uppgötvuðu hringi Úranusar.
- 10. mars - Ítalska þingið samþykkti að réttað skyldi yfir ráðherrunum Luigi Gui og Mario Tanassi vegna Lockheed-hneykslisins.
- 19. mars - Indverski kongressflokkurinn beið afhroð í þingkosningum.
- 21. mars - Neyðarlögum var aflétt á Indlandi.
- 26. mars - Samtökin Focus on the Family voru stofnuð af James Dobson.
- 27. mars - Mannskæðasta flugslys sögunnar varð þegar tvær farþegaþotur, frá KLM og Pan Am skullu saman á flugvellinum á Tenerífe með þeim afleiðingum að 583 fórust.
- 28. mars - Portúgal sótti formlega um aðild að Evrópubandalaginu.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 5. apríl - Joachim Yhombi-Opango varð forseti herforingjastjórnarinnar í Vestur-Kongó.
- 8. apríl - Fyrsta hljómplata bresku hljómsveitarinnar The Clash kom út.
- 15. apríl - Jón L. Árnason varð Íslandsmeistari í skák aðeins 16 ára gamall.
- 20. apríl - Kvikmyndin Annie Hall var frumsýnd á Íslandi.
- 22. apríl - Olíuslys varð í olíuborpallinum Ekofisk 2/4 B í Norðursjó. Olía lak úr borholunni í átta daga stjórnlaust.
- 28. apríl - Dómstóll í Stuttgart dæmdi þrjá meðlimi Rote Armee Fraktion, Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe, í lífstíðarfangelsi.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - 34 létust og hundruð særðust í blóðbaðinu á Taksimtorgi í Istanbúl.
- 7. maí - Frakkar sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „L'oiseau et l'enfant“ sem Marie Myriam flutti.
- 17. maí - Likudflokkurinn, undir stjórn Menachem Begin, sigraði þingkosningar í Ísrael.
- 20. maí - Austurlandahraðlestin til Istanbúl lagði upp í sína síðustu ferð kl. 23:53 frá Gare de Lyon í París.
- 21. maí - Straumsvíkurganga gegn bandarískri hersetu haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga.
- 23. maí - Vísindamenn tilkynntu að tekist hefði að framleiða insúlín með erfðabreyttri bakteríu.
- 23. maí - Hryðjuverkamenn frá Mólúkkaeyjum hertóku skóla og lest í Bovensmilde í Hollandi og tóku 195 gísla.
- 25. maí - Kvikmyndin Stjörnustríð var frumsýnd.
- 27. maí - Rússíbaninn „Space Mountain“ var opnaður í Disney World í Flórída.
- 28. maí - Eldur kom upp í næturklúbbnum Beverly Hills Supper Club með þeim afleiðingum að 165 létust.
- 29. maí - Hryðjuverkahópurinn Jammu Kashmir Liberation Front var stofnaður í Birmingham á Englandi.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júní - France-Albert René varð forseti Seychelles-eyja í kjölfar hallarbyltingar.
- 6.-9. júní - Hátíðahöld í Bretlandi í tilefni af silfurkrýningarafmæli Elísabetar 2.
- 10. júní - Sala hófst á heimilistölvunni Apple II.
- 11. júní - Aðskilnaðarsinnar frá Mólúkkaeyjum sem höfðu tekið 195 gísla í Hollandi gáfust upp.
- 12. júní - The Supremes héldu sína síðustu tónleika á Drury Lane í London.
- 15. júní - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á Spáni voru haldnar eftir lát Francisco Franco.
- 16. júní - Larry Ellison, Bob Miner og Ed Oates stofnuðu Oracle Corporation í Bandaríkjunum.
- 26. júní - Elvis Presley kom í síðasta sinn fram á tónleikum í Indianapolis.
- 27. júní - Djibútí fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 30. júní - Suðaustur-Asíubandalagið (SEATO) var formlega lagt niður.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júlí - Herforinginn Muhammad Zia-ul-Haq steypti Zulfikar Ali Bhutto af stóli í Pakistan.
- 13. júlí - Sómalía sagði Eþíópíu stríð á hendur.
- 13. júlí - 25 tíma rafmagnsleysi varð í New York-borg.
- 21. júlí - Stríð Líbýu og Egyptalands hófst með árást Líbýumanna á þorpið Sallum.
- 22. júlí - Deng Xiaoping endurheimti stöðu sína í kínverska kommúnistaflokknum eftir að hafa verið hrakinn þaðan af fjórmenningagenginu árið áður.
- 28. júlí - Fyrsta olían sem dælt var um Olíuleiðsluna miklu í Alaska barst til bæjarins Valdez.
- 28. júlí - Spánn sótti um inngöngu í Evrópubandalagið.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 3. ágúst - Tandy Corporation kynnti örtölvuna TRS-80 á blaðamannafundi.
- 4. ágúst - Orkustofnun Bandaríkjanna var stofnuð.
- 4. ágúst - Sprengjumaðurinn frá Gladsaxe sprengdi sína fyrstu sprengju í símaklefa í Kaupmannahöfn.
- 10. ágúst - David Berkowitz („sonur Sams“) var handtekinn í New York.
- 12. ágúst - Geimskutlan Enterprise flaug í fyrsta sinn hjálparlaust.
- 15. ágúst - Wow!-merkið var numið af útvarpsnema SETI-verkefnisins við Ohio State University Radio Observatory.
- 17. ágúst - Sovéski ísbrjóturinn Arktika komst fyrstur skipa á Norðurpólinn.
- 20. ágúst - Voyager-áætlunin: Geimfarinu Voyager 2 var skotið á loft.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 5. september - Voyager-áætlunin: Voyager 1 var skotið á loft.
- 6. september - Þýska haustið: Hanns Martin Schleyer, forseta samtaka þýskra atvinnurekenda, var rænt af Rote Armee Fraktion í Köln og þrír fylgdarmenn hans drepnir.
- 7. september - Bandaríkin og Panama gerðu með sér nýjan samning um Panamaskurðinn sem gerði ráð fyrir að Panama fengi smám saman full yfirráð yfir skurðinum.
- 10. september - Hamida Djandoubi varð síðasti maðurinn sem var tekinn af lífi með fallöxi í Frakklandi.
- 11. september - Atari 2600 kom út í Bandaríkjunum.
- 12. september - Steve Biko lést eftir höfuðáverka sem hann hlaut í gæsluvarðhaldi lögreglu í Suður-Afríku.
- 17. september - Jón L. Árnason varð heimsmeistari unglinga í skák.
- 18. september - Bandaríska skútan Courageous undir stjórn Ted Turner sigraði ástralska áskorandann í Ameríkubikarnum.
- 20. september - Petrosavodskfyrirbærið sást frá Sovétríkjunum og fleiri löndum í Norður-Evrópu.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið voru stofnuð á Íslandi.
- 11. október - Fyrsta verkfall BSRB hófst og stóð yfir í 16 daga.
- 13. október - Þýska haustið: Fjórir Palestínumenn rændu flugvél frá Lufthansa á leið til Sómalíu og kröfðust lausnar ellefu meðlima Rote Armee Fraktion.
- 14. október - Lög um sakaruppgjöf voru samþykkt á Spáni. Margir Spánverjar sem hrakist höfðu í útlegð vegna alræðisstjórnar Francos gátu þá snúið aftur.
- 17. október - Þýska haustið: GSG 9 réðist inn í flugvélina í Mógadisjú. Þrír af fjórum flugræningjum voru drepnir.
- 18. október - Þýska haustið: Andreas Baader, Jan-Carl Raspe og Gudrun Ensslin frömdu sjálfsmorð í Stammheim-fangelsinu.
- 19. október - Þýska haustið: Hanns Martin Schleyer fannst myrtur í skotti bíls í Frakklandi.
- 20. október - Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Lynyrd Skynyrd fórust í flugslysi aðeins þremur dögum eftir útgáfu hljómplötunnar Street Survivors.
- 21. október - Evrópska einkaleyfastofan var stofnuð.
- 26. október - Síðasta náttúrulega bólusóttartilfellið uppgötvaðist í Sómalíu. Tveimur árum síðar taldist sjúkdómnum hafa verið útrýmt.
- 28. október - Breska hljómsveitin Sex Pistols gaf út hljómplötuna Nevermind the Bollocks: Here's the Sex Pistols.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Íslenska óperan var stofnuð.
- 8. október - Gríski fornleifafræðingurinn Manolis Andronikos fann óopnað grafhýsi í Vergina sem hann taldi vera gröf Filippusar 2. Makedóníukonungs.
- 10. nóvember - Ástralska tríóið Bee Gees gaf út hljómplötuna Saturday Night Fever með lögum úr samnefndri kvikmynd.
- 19. nóvember - Anwar Sadat varð fyrsti arabaleiðtoginn sem fór í opinbera heimsókn til Ísrael.
- 19. nóvember - Flugvél frá TAP hrapaði á flugvellinum í Madeira með þeim afleiðingum að 131 fórst.
- 22. nóvember - British Airways hóf reglulegt flug til New York með Concorde-þotu.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Fyrsta barnasjónvarpsstöðin, The Pinwheel Network (síðar nefnd Nickelodeon), hóf útsendingar.
- 4. desember - Forseti Mið-Afríkulýðveldisins, Jean-Bédel Bokassa, lýsti sjálfan sig keisara.
- 4. desember - Flugvél frá Malaysian Airline var rænt með þeim afleiðingum að hún hrapaði við þorpið Tanjung Kupang. Allir farþegar og áhöfn létust.
- 5. desember - Suðurafríska héraðið (bantústanið) Bophuthatswana lýsti yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis, en alþjóðasamfélagið hunsaði það.
- 14. desember - Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 20. desember - Djibútí og Víetnam urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 31. desember - Víetnam og Kambódía slitu stjórnmálasamskiptum vegna landamæradeilna.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 10. janúar - Michelle O'Neill, írsk stjórnmálakona.
- 13. janúar - Orlando Bloom, enskur leikari.
- 18. janúar - Didier Dinart, franskur handknattleiksmaður.
- 22. janúar - Hidetoshi Nakata, japanskur knattspyrnumaður.
- 27. janúar - Telma Ágústsdóttir, íslensk söngkona.
- 1. febrúar - Erla Hendriksdóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta.
- 2. febrúar - Shakira, kólumbísk söngkona.
- 6. febrúar - Josh Stewart, bandarískur leikari.
- 7. febrúar - Ívar Örn Sverrisson, íslenskur leikari.
- 8. febrúar - Sverre Andreas Jakobsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 7. mars - Jérôme Fernandez, franskur handknattleiksmaður.
- 10. mars - Ágúst Ólafur Ágústsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 12. mars - Dísella Lárusdóttir, óperusöngkona
- 13. mars - Jón Þór Ólafsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 18. mars - Zdeno Chara, slóvakískur íshokkíleikmaður.
- 9. apríl - Gerard Way, bandarískur tónlistarmaður og myndasöguhöfundur.
- 14. apríl - Sarah Michelle Gellar, bandarísk leikkona.
- 16. apríl - Fredrik Ljungberg, sænskur knattspyrnumaður.
- 16. apríl - Alek Wek, súdönsk fyrirsæta.
- 26. apríl - Svavar Pétur Eysteinsson, þekktur sem Prins Póló, íslenskur tónlistarmaður
- 16. maí - Emilíana Torrini, íslenskur tónlistarmaður.
- 19. maí - Sólveig Guðmundsdóttir, íslensk leikkona.
- 31. maí - Eric Christian Olsen, bandarískur leikari.
- 31. maí - Katrín Jónsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1. júní - Jón Jósep Snæbjörnsson, íslenskur söngvari.
- 5. júní - Navi Rawat, bandarísk leikkona.
- 8. júní - Kanye West, bandarískur tónlistarmaður.
- 11. júní - Ryan Dunn, bandarískur áhættuleikari (d. 2011).
- 11. júlí - Edward Moss, bandarískur leikari.
- 14. júlí - Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar.
- 3. ágúst - Tómas Lemarquis, íslenskur leikari.
- 17. ágúst - Thierry Henry, franskur knattspyrnumaður.
- 22. ágúst - Heiðar Helguson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 25. ágúst - Jonathan Togo, bandarískur leikari.
- 29. ágúst - Erpur Eyvindarson, íslenskur tónlistarmaður.
- 18. september - Steinunn Þóra Árnadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 18. september - Barrett Foa, bandarískur leikari.
- 4. október - Stefán Hallur Stefánsson, íslenskur leikari.
- 5. október - Vigdís Hrefna Pálsdóttir, íslensk leikkona.
- 5. október - Hugleikur Dagsson, íslenskur myndasöguhöfundur.
- 8. október - Travis Wester, bandarískur leikari.
- 12. október - Ólafur Egill Egilsson, íslenskur leikari.
- 13. október - Paul Pierce, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 16. október - John Mayer, bandarískur tónlistarmaður.
- 17. október - Alimi Ballard, bandarískur leikari.
- 20. október - Sheeri Rappaport, bandarísk leikkona.
- 10. nóvember - Brittany Murphy, bandarísk leik- og söngkona (d. 2009).
- 11. nóvember - Höskuldur Ólafsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 12. nóvember - Benni McCarthy, suðurafrískur knattspyrnumaður.
- 14. nóvember - Brian Dietzen, bandarískur leikari.
- 15. nóvember - Sean Murray, bandarískur leikari.
- 22. nóvember - Annika Norlin, sænsk söngkona.
- 26. nóvember - Grétar Ólafur Hjartarson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 29. nóvember - Paul Goodison, enskur siglingamaður.
- 7. desember - Dominic Howard, enskur trommuleikari.
- 9. desember - Björgvin Franz Gíslason, íslenskur leikari.
- 20. desember - Sonja Aldén, sænsk söngkona.
- 21. desember - Regína Ósk Óskarsdóttir, íslensk söngkona.
- 31. desember - Psy, kóreskur söngvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Barbara Árnason, íslensk myndlistarkona (f. 1911).
- 17. janúar - Ríkarður Jónsson, íslenskur myndhöggvari (f. 1888).
- 16. mars - Halldór Pétursson, íslenskur teiknari (f. 1916).
- 28. apríl - Sepp Herberger, þýskur knattspyrnumaður (f. 1897).
- 31. maí - Neco, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1895).
- 2. júlí - Vladimir Nabokov, rússneskur rithöfundur (f. 1899).
- 7. júlí - Jakobína Johnson, vesturíslenskt skáld (f. 1883).
- 7. júlí - Nicolae Kovács, rúmenskur knattspyrnumaður (f. 1911).
- 26. júlí - Oskar Morgenstern, austurrískur hagfræðingur (f. 1902).
- 15. ágúst - Hafsteinn Björnsson miðill (f. 1914).
- 16. ágúst - Elvis Presley, bandarískur söngvari (f. 1935).
- 19. ágúst - Groucho Marx, bandarískur leikari (f. 1890).
- 12. september - Steve Biko, suðurafrískur aktívisti (f. 1946).
- 16. september - Maria Callas, grísk óperusöngkona (f. 1923).
- 5. nóvember - René Goscinny, franskur myndasöguhöfundur (f. 1926).
- 22. desember - Ragnheiður Jónsdóttir Ream, íslensk myndlistarkona (f. 1917).
- 25. desember - Charlie Chaplin, breskur leikari (f. 1889).