Suðaustur-Asíubandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá SEATO-ráðstefnu í Manila um Víetnamstríðið. Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, situr fyrir miðri mynd.

Suðaustur-Asíubandalagið (enska: Southeast Asia Treaty Organization eða SEATO) voru alþjóðasamtök og varnarbandalag ríkja í Suðaustur-Asíu og bandalagsríkja þeirra sem varð til við undirritun Manilasáttmálans 8. september 1954. Hugmyndin á bak við bandalagið var að skapa eins konar Atlantshafsbandalag í Suðaustur-Asíu gegn útbreiðslu kommúnisma á tímum Kalda stríðsins, en bandalagið var þó aldrei með sameiginegan herafla. Bandalagið var formlega lagt niður 30. júní 1977.

Allar ákvarðanir SEATO þurftu einróma samþykki aðildarríkjanna. Bandaríkjamenn reyndu að virkja SEATO í Kambódíu og Víetnam en höfðu ekki erindi sem erfiði vegna andstöðu Frakka og Filippseyinga. Fljótlega eftir það leystist bandalagið upp.

Aðildarríki[breyta | breyta frumkóða]