Fara í innihald

Paul Pierce

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paul Pierce

Paul Pierce (f. 13. október 1977) er fyrrum skotbakvörður sem spilaði í NBA deildinni. Paul Pierce kom í deildina árið 1998 tíundi í nýliðavalinu og gekk þá til liðs við Boston Celtics. Árið 2008 var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitana þar sem að Celtics urðu meistarar. Hann lék með Brooklyn Nets tímabilið 2013-2014 en skipti síðan yfir til Washington Wizards og Los Angeles Clippers áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2017. Pierce er 17. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi.

  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.