Tenerífe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tenerife
Fáni Tenerífe
Teide
Fjara

Tenerífe er stærst og fjölmennust Kanaríeyja sem tilheyra Spáni og liggja við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu. Tenerífe er jafnframt fjölmennasta eyja Spánar. Höfuðborg eyjarinnar er Santa Cruz de Tenerife. Flatarmál Tenerífe er 2.034 km² og er eyjan í laginu eins og þríhyrningur.

Árið 2022 bjuggu 980.000 íbúar á eyjunni. Eyjan er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna. Árlega heimsækja um fimm milljónir ferðamanna eyjuna. Tenerífe er vinsælasta eyjan af Kanaríeyjunum og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Spáni.

Á Tenerífe er eldfjallið Teide (3,718 m á hæð) sem er hæsta fjall Spánar og þriðja stærsta eldfjall í heimi. Á norðurhluta Tenerífe er borgin San Cristóbal de La Laguna sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Í höfuðborginni er árlega haldin ein stærsta kjötkveðjuhátíð í heimi, á eftir kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu, kjötkveðjuhátíðin í Santa Cruz de Tenerife.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að frumbyggjar Tenerife (Guanches) hafi komið til eyjarinnar á árinu 1000 f.k. Krist. Talið er að þeir hafi komið frá norður-Afríku. Þeir áttu ríka goðafræði með mörgum guðum og öndum og blönduðust sumir siðir þeirra trúarbrögðum og siðum síðari íbúa Tenerife. Eyjan var í fyrstu nefnd Achinet.

Á 15. öld komu trúboðar frá Katalóníu til eyjarinnar. Eftir yfir 100 ára átök Evrópulanda um völd á eyjunni var hún innlimuð í Spánarveldi árið 1496 undir stjórn Ísabellu 1. af Kastilíu.

Borgin San Cristóbal de La Laguna varð í fyrstu höfuðborg Kanaríeyjum, þar til á 19. öld þegar Santa Cruz de Tenerife tók við. Englendingar réðust árið 1797 á eyjuna. Biðu þeir ósigur.

Ferðaþjónusta[breyta | breyta frumkóða]

La Orotava

Helstu ferðamannastaðir eyjarinnar eru: Teide, hæsta fjall á Spáni og þriðja stærsta eldfjall í heimi. Parque Nacional del Teide er mest heimsótt á Spáni og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Tenerife er einnig þekktur fyrir að vera mikill ferðamannastaður á Spáni og erlendis og fær meira en fimm milljónir ferðamanna á ári.

Borgin San Cristóbal de La Laguna er heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1999. Borgin hefur fjölda kristinna kirkna og klaustur. Þar er Dómkirkjan í San Cristóbal de La Laguna, aðsetur biskups Vestur-Kanaríeyja.

Anaga er skóglent fjalllendi á norðurhluta eyjarinnar og var verndað síðan 2015.

Staðir[breyta | breyta frumkóða]

Frægir menn[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.