Barbara Árnason
Barbara Árnason (19. apríl 1911 – 31. desember 1975) var íslenskur listamaður af enskum uppruna. Þekkt fyrir teikningar, bókskreytingar, tréristur og vatnslitaverk.
Ævi og Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Barbara Moray Williams Árnason var fædd þann 19. apríl 1911 í Petersfield. Hún var ættuð úr Hampshire í Suður-Englandi. Hún var systir Ursula Moray Williams, teiknara og rithöfundar. Faðir hennar var A. Moray Williams, vísindamaður og fornfræðingur. Hún hóf nám við listaskólann í Winchester og var þar í þrjú ár. Eftir það fluttist hún í Royal College of Art í London og hóf þar framhaldsnám í önnur þrjú ár, á sviði málmristu og tréstungu.Hún útskrifaðist þaðan vorið 1935.
Þegar hún kom til Íslands kynntist hún Magnúsi Á. Árnasyni, listfengnum þúsundþjalasmiði. Ári seinna giftu þau sig vorið 1937. Þau keyptu lítið hús rétt vestan við Kirkjusand og nefndu þau hús sitt Lækjarbakka. Árið 1938 eignuðust þau son og var hann nefndur Vífill. Þau bjuggu í Lækjarbakka í rúm 20 ár.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Hún vann við bókaskreytingar áður en hún kom til landsins. Það var ekki fyrr en á samsýningu þeirra hjóna í Markaðsskálanum við Ingólfsstræti haustið 1938 sem list hennar varð opinber mönnum. Myndir hennar voru flest allar tréstungur og myndefnin jafn ljóðræn og innileg. Oft voru myndir hennar frá stöðunum sem hún hafði dvalið um sumrin, af gömlum unaðslegum sveitabæjum. Seinna komu vatnslitirnir til sögu sem gerðu verk hennar áhugaverðari þótt vatnslitir og tréstungur voru ensk hefð þá voru verkin gerð á einstakan hátt. Ferill hennar snerist aldrei um frægðina eins og hún segir sjálf „Maður verður að gera meiri kröfur til sjálfs síns en frægðar“.[heimild vantar] „Annars hef ég alltaf haft slík tækifæri, því ég hef sýnt jafnt með Englendingum sem Íslendingum hér og erlendis. Og ég hef ætíð átt kost til þess að fara utan árlega og skoða það sem annars staðar er að sjá“.[heimild vantar]
Hún teiknaði einnig fjöldan allan af bókakápum og þá sérstaklega fyrir útgáfu mágs síns. Ársæls Árnasonar. Fyrsta bókin sem hún myndskreytti var Leit og suður til landa (samantekin af Einari Ól. Sveinarssyni, útg. Mál og menning, 1944). Sama ár byrjaði hún á myndbálki sínum við Passíusálma Hallgríms Péturssonar sem hún lauk árið 1951. Frummyndirnar er að finna í eigu Listasafns Íslands.
Hún fést einnig við að mála barnamyndir og þá sérstaklega á stríðsárunum og í styrjaldarlok hélt hún sýningu á úrvali slíkra mynda í vinnustofu sinni að Lækjarbakka. Ágóðinn á sýningunni fór til norskra og franskra barna.
Árið 1952 dvaldist hún og Magnús í París. Við heimkomuna tók hún að sér stærsta verkefnið sem var myndskreyting heils veggjar í anddyri Melaskólans í Reykjavík. Verkið er þurrmálverk (al secco) sem sýnir ýmislegt úr skólagöngu, leikjum og sumarlífi barnsins.
Árið 1955 hélt hún fyrstu myndklæðasýninguna sína. Myndirnar hafa yfir sér léttan en skreytikenndan þokka. Seinna tók hún uppá því að sauma myndir úr lopa og klippti síðan og kemdi yfirborðið. Þessi myndgerð þótti nýlunda og voru þessar myndir sýndar víða í London og París. Eins og segir í gagnrýni sem birtist í Vísi árið 1974 „Að vefnaði bera verk Barböru Árnason af, bæði frá myndrænu og tæknilegu sjónarmiði“.
Myndklæðin hennar urðu síðan ójafnhliða þar sem myndflöturinn er í einhversskonar óreglubudnu formi. Flöturinn er látinn fylgja myndformunum eftir líkt og hann sé klipptur út. Þar er horfið frá myndlist til hreins skreytingarhlutar.
Hún hefur einnig gert veggskreytingar í Apóteki Vesturbæjar, altaristöflu úr Kópavogskirkju og Sundlaug Vesturbæjar.
Árið 1961 þegar hún varð fimmtug var hún heiðruð af Félagi íslenzkra myndlistarmanna með veglegri yfirlitssýningu af verkum hennar.
„Ég get í sannleika sagt að Ísland hefur aldrei valdið mér vonbrigðum. Og er félagi ísl. myndlistarmanna þaklátt fyrir að halda þessa sýningu mína og hafa tekið mig í hóp sinn.“[heimild vantar]
Helstu sýningar
[breyta | breyta frumkóða]- 1996 Barbara Árnason, yfirlitssýning.Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn
- 1994 Lýsingar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar.Listasafn Íslands
- 1983 Hallgrímskirkja
- 1976 Yfirlitssýning á verkum Barböru Árnason.Kjarvalsstaðir
- 1964 Jacques Anquetil Frakkland
- 1961 Barbara Árnason, yfirlitssýning.Listamannaskálinn
- 1957 Teppi.Regnboginn
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- http://www.mbl.is/greinasafn/grein/164459/
- http://www.gerdarsafn.is/safnkostur/barbara-arnason/
- http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/234 Geymt 14 október 2013 í Wayback Machine
- http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=111555&pageId=1335249&lang=is&q=Vi%F0tal%20vi%F0%20Barb%D6ru%20%C1rnason
- http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=238767&pageId=3257116&lang=is&q=verk%20Barb%F6ru%20%C1rnason
- Björn Th. Björnsson (1973). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld: drög að sögulegu yfirliti 2. Helgafell. pp. 228–33.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Barbara Moray Williams Árnason Geymt 14 október 2013 í Wayback Machine á UMM (Listamenn), Samband Íslenskra Myndlistarmanna