Fara í innihald

Jonathan Togo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jonathan Togo
FæddurJonathan Frederick Togo
25. ágúst 1977 (1977-08-25) (47 ára)
Ár virkur2001 -
Helstu hlutverk
Ryan Wolfe í CSI: Miami

Jonathan Frederick Togo (fæddur 25. ágúst 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ryan Wolfe í CSI: Miami.

Jonathan Togo er fæddur og uppalinn í Rockland í Massachusetts. Móðir hans er af ítölskum og írskum ættum og faðir hans er gyðingur, þar sem upprunalega fjölskyldunafnið er „Tonkaviev“, en það var stytt af forföður hans sem vantaði eitthvað nýtískulegra fyrir teppafyrirtæki sitt.[1][2]

Stundaði nám við gyðingaskóla þegar hann var yngri og útskrifaðist frá Rockland High School árið 1995, þar sem hann stundaði glímu.

Jonathan stundaði nám við „Project Contemporary Competitiveness, Advanced Study Program“ (þ.e. PCC ASP) frá 1991 og 1992, og vann síðan sem fulltrúi árið 1996. Lærði við Vassar háskólann og útskrifaðist þaðan með B.A. gráðu í leiklist og stundaði síðan framhaldsnám við National Theater Institute of the Eugene O’Neill Theater. Meðan hann var í Vassar þá spilaði hann í hljómsveit sem kallaðist The El Conquistadors með Sam Endicott og John Conway, sem báðir eru meðlimir í hljómsveitinni The Bravery.

Togo hefur leikið og komið fram í mörgum leikritum. Þó að hann sé þekktastur fyrir að leika Ryan Wolfe í CSI: Miami, þá hefur hann komið fram í nokkrum sjónvarpsþættum á borð við Special Unit 2 og Judging Amy. Lék hann verslunarstarfsmann í Mystic River. Árið 2008, skrifaði Togo og leikstýrði í fyrsta skipti netseríu, My Best Friend Is My Penis fyrir Atom.com.

Sjónvarpsþáttur
Ár Sjónvarpsþáttur Höfundur Athugasemd
2008-2009 My Best Friend Is My Penis Jonathan Togo 2 þættir

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2002 Up ónefnt hlutverk
2003 Mystic River Pete
2006 Raccoon ónefnt hlutverk
2012 Identical Rich Washington
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2001-2002 Special Unit 2 Jonathan 12 þættir
2003 Judging Amy Charles 'DJ Dizz' Simbour Þáttur: Looking for Quarters
2003 Law & Order Eddie Þáttur: Blaze
2003 Ed Keith Kessler Þáttur: The Offer
2004 The Jury Dennis Dudley Þáttur: The Honeymoon Suite
2004- 2012 CSI: Miami Ryan Wolfe 232 þættir
2010 Days of Our Lives Jason Greenburg 7 þættir
2012 Harry´s Law Randy Hessly Þáttur: Breaking Points

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Elyse's CSI Crime Scene Investigation Site: CSI: Miami News“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. janúar 2005. Sótt 11. janúar 2005.
  2. 'CSI: Miami' Star Jonathan Togo Arrested[óvirkur tengill] The Insider. Retrieved 2010-02-21.