Ríkarður Jónsson
Útlit
Ríkarður Rebekk Jónsson (20. september 1888 - 17. janúar 1977) var íslenskur myndhöggvari og tréskurðarlistamaður.
Menntun og ferill
[breyta | breyta frumkóða]Ríkarður nam tréskurð í Reykjavík og stundaði listnám í Kaupmannahöfn. Hann fór námsferðir til Ítalíu. Hann gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar.
Nokkur fræg verk eftir Ríkarð
[breyta | breyta frumkóða]- Skjaldarmerki Íslands frá 1918 til 1944.
- Brjóstmynd úr bronsi af Tryggva Gunnarssyni, í garði Alþingshússins, sett upp 1971
- Rismyndin Ólafur liljurós og álfamærin í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík, sett upp 1950
- Minnisvarði um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa í Skagafirði, settur upp 1953
- Útihurð á Arnarhváli í Reykjavík, gerð 1930
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Helgrímur á háalofti, Fréttabréf Háskóla Íslands – 3. tbl. 21. árg. 1999
- Glatkistan