Sverre Andreas Jakobsson
Útlit
Sverre Andreas Jakobsson (fæddur 8. febrúar 1977) er íslenskur handknattleiksmaður sem leikur með þýska liðinu Grosswallstadt.
Sverre lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.
Faðir Sverre er Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, móðir hans er norsk
Sverre hefur spilað með HK og Aftureldingu og nokkrum liðum öðrum.