Fara í innihald

Oskar Morgenstern

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oskar Morgenstern (fæddur 24. janúar 1902 í Þýskalandi, dáinn 26. júlí 1977 í Bandaríkjunum) var austurrísk-bandarískur hagfræðingur sem er helst minnst sem annars af höfundum leikjafræði. Morgernstern fæddist árið 1902 í Görlitz Þýskalandi og lést árið 1977 í Princeton, New Jersey í Bandaríkjunum.[1]

Oskar Morgenstern fæddist í Þýskalandi árið 1902, hann fluttist svo til Vínarborgar í Austurríki þar sem hann átti eftir að útskrifast með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Vínarborg árið 1925. Hann starfaði svo sem prófessor við skólann frá 1929 fram til 1938 þegar hann fór til Bandaríkjanna. Fyrst í stað átti hann bara að vera gestakennari í Princeton-háskóla. En þegar hann dvaldi við Princeton var hann rekinn frá Vínarháskóla sökum ótækra pólitískra skoðana (nasistar höfðu þá náð völdum)og vegna seinni heimstyrjaldarinnar þá var honum ráðlagt að dvelja áfram í Bandaríkjunum sem hann gerði.[2]

Í Princeton kynntist hann John von Neumann og saman rituðu þeir verkið Theory of Games and Economic Behavior sem er grundvallarverk á sviði leikjafræði. Þessi bók fjallar að langmestu leyti um núllsummuleiki og þegar fjallað er þar um aðra leiki er það gert á þan hátt að breyta þeim í núllsummuleiki með því að búa til einn nýjan þátttakanda sem tapar því sem aðrir græða samanlagt eða öfugt.[3] Þetta er sennilega þekktasta verk Morgenstern þrátt fyrir að hann hafi gefið út þónokkur önnur rit seinna meir. Morgenstern er einnig þekktur fyrir efahygju sína gagnvart hagfræðimælingum. hann gagnrýndi hefðbundnar aðferðir í riti sínu On the Accuracy of Economic Observations árið 1950. Hann gaf út nokkur önnur rit um ævina og starfaði sem prófessor í hagfræði við Princeton-háskóla þar til 1970 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Hann kenndi þó að einhverju leyti við New York-háskóla eftir það. Oscar Morgenstern lést svo þann 26. júlí í Princeton, New Jersey árið 1970.[4] [5]

Nokkur verk Morgenstern

[breyta | breyta frumkóða]
  • Wirtschaftsprognose: Eine untersuhung ihrer Voraussetzungen und Moglichkeiten (1928)
  • Die Grenzen der Wirtschaftspolitik (1934)
  • Theory of Games and Economic Behavior (1944, með John von Neumann)
  • On the Accuracy of Economic Observations (1950)
  • Prolegomena to a Theory of Organization (1951)
  • The Question of National Defense (1959)
  • Predictability of Stock Market Prices (1970, með C. W. J. Granger)
  • Mathematical Theories of Expanding and Contracting Economies (1976, með G. L. Thompson)[6]
  1. „Oskar Morgenstern“ af nndb.com Skoðað 8. nóv 2012
  2. „Oscar Morgernstern bio“ af econlib.org Skoðað 8. nóv 2012
  3. „Leikjafræði - leikur eða fræði?“ af sedlabanki.is Skoðað 8. nóv 2012
  4. „Oskar Morgenstern“ af nndb.com Skoðað 8. nóv 2012
  5. „Oscar Morgernstern bio“ af econlib.org Skoðað 8. nóv 2012
  6. „Oskar Morgenstern“ af nndb.com Skoðað 8. nóv 2012