Thierry Henry

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Thierry Daniel Henry

Thierry Daniel Henry (f. 17. ágúst 1977) er franskur knattspyrnuleikmaður sem leikur fyrir Arsenal á láni frá New York Red Bulls.

Henry hóf feril sinn sem kantmaðu hjá AS Monaco undir stjórn Wenger. Seinna tók Juventus eftir hæfileikum hans og keypti kauða. Henry leið ekki vel hjá Juve og sýndi það sig í leikjum þeirra. Sumarið 1999 eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi keypti Arsenal FC leikmanninn og þá var ekki aftur snúið. Arsene Wenger framkvæmdastjóri Arsenal setti hann í Framherjastöðuna sem hann hafði spilað í alla yngri flokkana. Þar spilaði hann við hlið Dennis Bergkamp og mynduðu þeir eitt skæðasta framherjapar ensku deildarinnar. Eftir 6 ára dygga þjónust var Henry gerður að Fyrirliða liðsins. 17,10,2005 var besti dagur Henry í búningi Arsenal þann dag skoraði hann gegn Spörtu frá Prag og bætti þar með met Ian Wright Um flest mörk fyrir Arsenal.

Eftir tímabilið 2006-2007 var Henry keyptur til FC Barcelona fyrir 24 milljónir evra. Þar lék hann til ársins 2010 þegar hann fluttist vestur um haf til NYRB.

Í janúar 2012 blés upp orðrómur að Henry myndi snúa aftur til Arsenal á láni. Orðrómurinn reyndist sannur og lék Henry fyrsta leik sinn með "Nýja liðinu" 9.1.2012 og skoraði gegn Leeds United eftir að hafa komið inn af bekknum . Thierry Henry er þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 176 mörk á eftir Alan Shearer og Andrew Cole.


  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.