Didier Drogba
Didier Drogba (fullt nafn Didier Yves Drogba Tébily), fæddur 11. mars 1978 í Abidjan, er fyrrum knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni sem síðast spilaði fyrir Phoenix Rising í Bandaríkjunum. Drogba er best þekktur fyrir tímabil sitt hjá enska stórliðinu Chelsea þar sem hann var einn af bestu framherjum heims.
Hann byrjaði feril sinn 1998, en þá var hann 18 ára og samningsbundinn félaginu Le Mans. Þegar félagið Guingamp sýndi áhuga á leikmanninum var Le Mans ekki sérstaklega áhugasamir á að halda Drogba þannig þeir seldu hann fyrir 80.000 pund. Drogba fór til Guingamp veturinn 2002. Á seinni helmingi tímabilsins 2002/2003 skoraði hann þrjú mörk í ellefu leikjum. Hann bætti um betur á næstu leiktíð með 17 mörkum í 34 leikjum.
Árið 2003 keypti Olympique de Marseille leikmanninn á 3,3 milljónir punda og á sínu fyrsta tímabili með félaginu skoraði hann 19 mörk og var valinn fótboltamaður ársins í Frakklandi. Í Meistaradeildinni 2003/2004 skoraði hann fimm mörk, en eitt af því kom á móti Porto sem var undir stjórn Jose Mourinho. Marseille endaði í 3. sæti í riðli sínum og duttu því út úr keppninni en tóku þá þátt í Evrópudeildinni. Drogba hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en í þeim leik tapaði Marseille gegn Valencia, 3-0. Drogba var markahæstur í keppninni með 6 mörk, og vakti það athygli stórra félaga í Evrópu, þ. á m. Chelsea.
Fyrir tímabilið 2004/2005 keypti Chelsea leikmanninn á metupphæð, 24 milljónir punda, og fékk hann treyju númer 15. Hann vann ensku úrvalsdeildina með liðinu þrisvar 2004/2005, 2005/2006 og 2009/2010. Hann var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni 2009/2010 með 29 mörk. Þann 19. maí 2012 vann hann Meistaradeildina með Chelsea í fyrsta sinn í sögu félagsins. Í þeim leik skoraði hann jöfnunarmark sem gerði það að verkum að framlengja þurfti leikinn, og einnig skoraði hann úr síðasta vítinu og tryggði Chelsea titilinn. Reyndist þetta það síðasta sem hann gerði með Chelsea.
Þann 20. júní 2012 skrifaði Drogba undir tveggja og hálfs árs samning við kínverska liðið Shanghai Shenhua þar sem fyrrum liðsfélagi hans Nicolas Anelka spilaði einnig. Með þessum samningi var Drogba launahæsti leikmaður kínversku deildarinnnar. í viðtali sagði hann að ástæðan fyrir því að hann fór til Shanghai Shenua var til þess að auka áhugann á fótbolta í landinu.
Eftir deilur við stjórn Shanghai Shenhua skrifaði Drogba undir eins og hálfs árs samning við tyrkneska félagið Galatasaray þann 28. janúar 2013. Þann 15. febrúar 2013 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir félagið og skoraði 5 mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Tveimur mínútum síðar átti hann stoðsendingu, en leikurinn endaði 2-1 fyrir Galatasaray. Þann 5. maí 2013 vann Galatasaray deildina eftir 4-2 sigur gegn Sivasspor og var það fyrsti titill hans með félaginu. 11. ágúst sama ár vann hann annan titil er Galatasaray vann Fenerbahce í tyrkneska bikarnum. Eftir að dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 2013/2014 sneri Drogba aftur á Stamford Bridge, heimavöll Chelsea, þar sem Galatasaray og Chelsea mættust.
Drogba fór stuttlega aftur til Chelsea tímabilið 2014-2015 en hélt svo til Kanada og Bandaríkjanna.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Didier Drogba“ á sænsku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. janúar 2014.