Jensen Ackles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jensen Ackles
Jensen Ackles
Jensen Ackles
Upplýsingar
FæddurJensen Ross Ackles
1. mars 1978 (1978-03-01) (46 ára)
Ár virkur1995 -
Helstu hlutverk
Dean Winchester í Supernatural
Jason Teague í Smallville

Jensen Ross Ackles (fæddur 1. mars 1978), er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Smallville og Supernatural.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Jensen er fæddur og uppalinn í Dallas, Texas og er af enskum, írskum og skoskum ættum. Jensen var búinn að ákveða að fara í nám og læra íþróttalækningar við Tækniskólann í Texas og gerast sjúkraþjálfari en í staðinn þá fór hann til Los Angeles og byrjaði leiklistarferil sinn.

Eftir að hafa verið saman í þrjú ár, þá giftist Jensen, leikkonunni Danneel Harris úr One Tree Hill þann 15.maí 2010 í Dallas, Texas.[1] Jensen og Danneel eignuðust sitt fyrsta barn í júní 2013.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Jensen lék á móti Lou Diamond Phillips í A Few Good Men við Casa Mañana Theatre í Fort Worth, Texas, sem Lt. Daniel Kaffee. Leikritið var sýnt frá 5. til 10. júní 2007 og fékk Jensen mikið lof fyrir leik sinn.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Ackles var árið 1996 í Wishbone. Árið 1997 þá var honum boðið hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives sem Eric Brady, sem hann lék til ársins 2000. Jensen vann Soap Opera Digest verðlaunin árið 1998 sem besti karlkynsnýliðinn og var tilnefndur þrisvar sinnum (1998, 1999 og 2000) sem framúrskarandi ungur leikari í drama-seríu til Daytime Emmy verðlaunanna.

Jensen var annar í röðinni fyrir Clark Kent í Smallville, sem féll í skaut Tom Welling. Eftir að hafa misst af þessu tækifæri þá fékk hann aukahlutverk í sjónvarpsþættinum Dark Angel árið 2001 sem raðmorðinginn Ben/X5-493, bróðir aðalpersónunnar Max/X5-452(leikin af Jessica Alba). Persóna hans dó í þættinum en Jensen birtist aftur í þættinum þá sem reglubundinn í annarri þáttaröð, þá sem hinn skynsamlegi klóni Bens, Alec/X5-494. Jensen var með þættinum þangað til að hann hætti árið 2002.

Jensen sneri aftur til Vancouver (þar sem Dark Angel var tekinn upp) árið 2004 til þess að vera reglubundinn leikari í Smallville. Þar lék hann Jason Teague aðstoðarþjálfara ruðningsboltaliðsins.

Hefur hann síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Supernatural sem Dean Winchester. Jensen hefur leikstýrt tveim þáttum af Supernatural.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Ackles var árið 2004 í The Plight of Clownana og hefur hann síðan þá komið fram í tveim öðrum kvikmyndum Ten Inch Hero og My Bloody Valentine

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmynd
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2001 Blonde Eddie G Sjónvarpsmynd
2004 The Plight of Clownana Jensen
2005 Devour Jake Gray
2007 Ten Inch Hero Priestly
2009 My Bloody Valentine 3D Tom Hanniger
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1996 Wishbone Michael Duss Þáttur: ¡Viva Wishbone!
1996 Sweet Valley High Brad Þáttur: All Along in the Water Tower
1996-1997 Mr. Rhodes Malcolm 7 þættir
1997 Cybill David Þáttur: "The Wedding"
1997-2000 Days of our Lives Eric Brady Soap Opera Digest Award fyrir besti nýr karlleikari
Tilnefndur — 25th Daytime Emmy Awards fyrir besti ungi leikari í drama seríu 1998)
Tilnefndur - 26th Daytime Emmy Awards fyrir besti ungi leikari í drama seríu (1999)
Tilnefndur — 27th Daytime Emmy Awards fyrir besti ungi leikari í drama seríu (2000)
2001-2002 Dark Angel Ben/X5-493
Alec McDowell (Alec/X5-494)
19 þættir
2002-2003 Dawson's Creek C.J. Tólf þættir
2003-2004 Still Life Max Morgan Sex þættir
2004-2005 Smallville Jason Teague 22 þættir
2005-2020 Supernatural Dean Winchester 149 Þættir
2010 Batman: Under the Red Hood Red Hood Talaði inn á
2011 Supernatural: The Animation Dean Winchester 2 þættir

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Constellation verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn We Need To Talk About Kevin fyrir Supernatural.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The End fyrir Supernatural.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn In the Beginning fyrir Supernatural.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn What Is and What Should Never Be fyrir Supernatural.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn In My Time of Dying fyrir Supernatural.

Daytime Emmy verðlaunin

Ewwy verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Supernatural.
  • 2008: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Supernatural.

SFX verðlaunin, Bretland

Soap Opera Digest verðlaunin

Teen Choice verðlaunin

TV Guide verðlaunin

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Oh, Eunice (16. maí 2010). „CW Stars Jensen Ackles and Danneel Harris Tie the Knot“. People Magazine. Sótt 16. maí 2010.
  2. Greinin Jensen Ackles and Danneel Harris Welcome Daughter Justice Jay á USmagazine síðunni, 7.júní 2013

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]