Haukur Ingi Guðnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haukur Ingi Guðnason
Upplýsingar
Fullt nafn Haukur Ingi Guðnason
Fæðingardagur 8. september 1978 (1978-09-08) (45 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1,78m
Leikstaða Vængmaður, framherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1995-1997 Keflavík 34 (11)
1997-2000 Liverpool FC 0 (0)
2000 KR(lán) 13 (0)
2001-2002 Keflavík 28 (9)
2003-2008 Fylkir 63 (19)
2009-2010 Keflavík 20 (5)
2011 Grindavík 7 (0)
Landsliðsferill




1998-2002
Ísland U16
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
4 (3)
12 (0)
17 (6)
9 (1)
8 (0)
Þjálfaraferill
2014
2015
Fylkir (aðstoðarþjálfari)
Keflavík

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Haukur Ingi Guðnason (fæddur 8. september 1978 í Keflavík) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður og sálfræðingur.

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

Haukur Ingi byrjaði ferill sinn með Keflavík árið 1995 en komast á samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool árið 1997. Hann var með Liverpool í þrjú ár, án þess að komast í aðalliðið. Hann sneri aftur heim árið 2000. Hann spilaði um stund með KR áður en hann kom aftur til Keflavíkur. Hann fór til liðs við Fylki árið 2003 og spilaði með þeim í um fimm ár. Hann sneri svo aftur til Keflavíkur árið 2009, þar sem hann spilar í treyju númer 4. Hann spilaði sem framherji eða miðjumaður.

Landsliðið[breyta | breyta frumkóða]

Haukur Ingi spilaði átta leiki með íslenska A landsliðinu. Hann spilaði fyrst með landsliðinu í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku 6. júní 1998, sá leikur fór 1-1. Haukur Ingi var í byrjunarliðinu og var í treyju númer 10.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Faðir Hauks Inga er Guðni Kjartansson, sem er fyrrum leikmaður og þjálfari bæði Keflavíkur og íslenska landsliðsins. Haukur Ingi er giftur Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og eiga þau 4 börn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]