Vilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)
Vilhjálmur Vilhjálmsson | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson 11. apríl 1945 |
Dáinn | 28. mars 1978 (32 ára) |
Störf | Söngvari |
Ár virkur | 1962 - 1972 1976 - 1978 |
Stefnur | Popp |
Hljóðfæri | Rödd/Rafmagnsbassi |
Samvinna | Busabandið BB-sextett Hljómsveit Ingimars Eydal Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar Sextett Ólafs Gauks Haukar Ólafur Gauks Elly Vilhjálms Mannakorn Söngflokkur Eiríks Árna Ruth Reginalds Björgvin Halldórsson |
Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson (f. 11. apríl 1945, d. 28. mars 1978) var íslenskur tónlistarmaður. Hann var bróðir Ellyjar Vilhjálms, söngkonu.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist þann 11. apríl 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjunum og ólst þar upp, yngstur í hópi fimm systkina. Á uppvaxtarárum sínum var Vilhjálmur allajafna kallaður Hólmar. Faðir hans var Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, var þekktur harmonikuleikari og söngmaður.
Vilhjálmur hafði munstrað sig í Lagadeild Háskóla Íslands en skipti þó fljótlega yfir í læknisfræði. Hann hafði eignast son 1963 með konu sinni og vegna þess og ekki síður vegna námsins varð hann að afla tekna. Um mitt ár 1970 fluttist Vilhjámur til Lúxemborgar eftir að hafa lokið flugnámi.
Árið 1973 söng hann lagið Sæl, þú nú sefur en það er lagið Silence is golden með íslenskum texta Ómars Ragnarssonar, í sjónvarpsþættinum Kvöldstund. Þetta mun vera eina upptakan sem til er af laginu.
Vilhjálmur lést í umferðarslysi í Lúxemborg þann 28. mars 1978, þar sem hann var við störf á vegum Cargolux aðeins 22 dögum eftir að hafa eignast dótturina Vilhelmínu Evu.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]SG-hljómplötur
[breyta | breyta frumkóða]45 snúninga
- SG 510 - Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Vilhjálmi og Þorvaldi - Litla sæta ljúfan góða/ Bara að hann hangi þurr// Á sjó / Komdu - 1965
- SG 511 - Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Vilhjálmi og Þorvaldi - Raunarsaga / Vor í Vaglaskógi // Hún er svo sæt / Lánið er valt - 1966
- SG 514 - Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar - Vilhjálmur og Anna Vilhjálms - Það er bara þú // Bara fara heim / Elsku Stína / Ég bíð við bláan sæ - 1967
- SG 531 - Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður og Vilhjálmur - Ég bið þig / S.O.S. ást í neyð // Ég er í ofsa stuði / Bónorðið - 1968
- SG 540 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber // Árið 2012 - 1969
- SG 556 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Myndin af þér // Einni þér ann ég - 1971
- SG 563 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Allt er breytt // Hlustaðu á mig - 1971
Breiðskífur
- SG 020 - Vilhjálmur og Elly Vilhjálms - Systkini syngja saman - 1969
- SG 026 - Vilhjálmur og Elly - Syngja kunnustu lög Sigfúsar Halldórssonar - 1970
- SG 027 - Vilhjálmur og Elly - Lög Tólfta September - 1970
- SG 041 - Vilhjálmur og Elly Villhjálms - Syngja jólalög - 1971
- SG 055 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Glugginn hennar Kötu - 1972
- SG 061 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin - 1973
- SG 171 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fundnar hljóðritanir - 1984
Fálkinn
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
- MOAK 34 - Mannakorn - Mannakorn (tvö lög: "Einbúinn" og "Í rúmi og tíma") - 1976
- MOAK 36 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Með sínu nefi - 1976
Taktur
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
- SG 041 - Ellý og Vilhjálmur - Ellý og Vilhjálmur syngja jólalög - 1988
Hljómplötuútgáfan
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
Steinar/Spor
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
- TD 009 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Við eigum Samleið - 1991
- TD 011 - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Í Tíma og Rúmi - 1994
- TD 032 - Ellý og Vilhjálmur - Bergmál Hins Liðna - 1997
Íslenskir Tónar
[breyta | breyta frumkóða]CD
- IT012 - Vilhjálmur Vilhjálmsson – Dans Gleðinnar (Safndiskar) - 1999
- IT212 - Vilhjálmur Vilhjálmsson – Brot af því besta (Safndiskar) - 2005
- IT300 - Vilhjálmur Vilhjálmsson – Myndin af þér (Safndiskar) - 2007