Fara í innihald

Alþjóða skáksambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþjóða skáksambandið (franska Fédération Internationale des Échecs, skammstafað FIDE), er alþjóðlegt samband skáksambanda, setur alþjóðlegar skákreglur, reiknar og skráir skákstig skákmanna og skipuleggur heimsmeistarakeppni í skák. Stofnað í París í Frakklandi 24. júlí 1924. Forseti er Kirsan Ilyumzhinov, sem jafnframt er forseti Kalmikyu, sjálfstjórnarhéraðs í Rússlandi.

Forsetar FIDE[breyta | breyta frumkóða]

  • 1924–1949 Alexander Rueb
  • 1949–1970 Folke Rogard
  • 1970–1978 Max Euwe
  • 1978–1982 Friðrik Ólafsson
  • 1982–1995 Florencio Campomanes
  • 1995– Kirsan Ilyumzhinov

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimasíða FIDE