Space Invaders

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Space Invaders-kassi

Space Invaders er tölvuleikur eftir Tomohiro Nishikado sem japanska leikjafyrirtækið Taito setti á markað fyrir spilakassa árið 1978. Leikurinn er skotleikur þar sem leikmaður stjórnar byssu neðst á skjánum sem hann getur flutt til hægri og vinstri. Ofar á skjánum eru raðir af geimverum sem færast taktfast til hægri og vinstri og niður um eina línu þegar þær ná út að skjábrún. Geimverurnar sleppa sprengjum sem geta hitt byssu leikmannsins. Framan við byssuna eru fjögur virki sem smám saman eyðast upp þegar þau verða fyrir sprengjum geimveranna. Við og við svífur geimskip yfir skjáinn ofan við geimverurnar sem gefur aukastig.

Leikurinn varð strax gríðarlega vinsæll og átti þátt í því að tölvuleikir urðu milljónaiðnaður í stað jaðarfyrirbæris. Sérstakir spilasalir voru settir upp í Japan þar sem Space Invaders var eini leikurinn. Talið er að leikurinn hafi valdið skorti á 100-jena peningum í Japan. Samkvæmt Guinness World Records er þetta vinsælasti og áhrifamesti tölvuleikur allra tíma. Árið 2007 hafði Taito grætt nær 500 milljónir dollara á leiknum.

Wikipedia
Wikipedia
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.