Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Daniel Passarella

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978 eða HM 1978 var haldið í Argentínu dagana 1. júní til 25. júní. Þetta var ellefta heimsmeistarakeppnin og urðu heimamenn meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Hollandi í úrslitum. Meðalmarkaskorun í mótinu féll niður fyrir þrjú mörk í leik og hefur haldist þar síðan. Þetta var síðasta mótið með sextán þátttökuliðum.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Ákvörðunin um staðsetningu mótsins var tekin á þingi FIFA árið 1966. Auk Argentínu höfðu Mexíkó og Kólumbía skilað inn umsóknum, en ákveðið hafði verið að 1978-keppnin skyldi fara fram í Norður- eða Suður-Ameríku. Þegar Mexíkó tryggði sér mótið 1970 féll það frá umsókn sinni og sama gerði Kólumbía.

Mikill pólitískur óstöðugleiki var í Argentínu á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem herinn blandaði sér oft í stjórn landsins. Einkennisplakat heimsmeistaramótsins var hannað árið 1974 á skammvinnum seinni valdaferli Juans Perón. Myndin sýndi knattspyrnumann í argentínskum landsliðsbúningi með hendur á lofti, sem minnti á kveðju Perónistahreyfingarinnar. Eftir að herforingjastjórn vék Perón frá völdum freistaði hún þess að breyta plakatinu, en FIFA neitaði.

Undankeppni[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrsta sinn í sögunni skráðu meira en 100 lið sig til keppni. Íran sigraði í keppni Asíu og Eyjaálfuliða án þess að tapa leik. Túnis hreppti sæti Afríku eftir harða keppni. Norður-Ameríkukeppnin 1977, sem fram fór í Mexíkó, var látin gilda sem forkeppni HM og unnu heimamenn alla leiki sína.

Brasilía og Perú tryggðu sér sæti Suður-Ameríku en þriðja liðið í Suður-Ameríkukeppninni, Bólivía, þurfti að leika umspilsleiki við Ungverja um laust sæti og átti Evrópuliðið ekki í vandræðum og vann samanlagt 9:2 í tveimur leikjum.

Ítalir skildu Englendinga eftir á hagstæðari markatölu. Austurríkismenn komust á HM í fyrsta sinn frá 1958 með því að hafna meðal annars fyrir ofan Austur-Þjóðverja. Skotar slógu Evrópumeistarana frá Tékkóslóvakíu úr keppni. Sovétríkin og Júgóslavía, sem lengi höfðu verið í fremstu röð í Evrópu komust heldur ekki áfram.

Ísland tók þátt í forkeppninni og lenti í riðli með Hollendingum, Belgum og Norður-Írum. Uppskeran varð rýr, sigur á Norður-Írum í Reykjavík og fimm töp.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

Sextán þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

Leikvangar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var á sex leikvöngum, en Estadio Monumental í Buenos Aires var sá stærsti og notaður í níu viðureignum, þar á meðal í úrslitunum. Vellirnir þóttu misgóðir og þótti grasið á leikvangnum í Mar del Plata varla boðlegt fyrir leiki af þessari stærðargráðu.

Buenos Aires Córdoba
Estadio Monumental Estadio José Amalfitani Estadio Córdoba
Áhorfendur: 74,624 Áhorfendur: 49,540 Áhorfendur: 46,083
Mar del Plata Rosario Mendoza
Estadio José María Minella Estadio Gigante de Arroyito Estadio Ciudad de Mendoza
Áhorfendur: 43,542 Áhorfendur: 41,654 Áhorfendur: 34,875

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í milliriðla.

Riðill 1[breyta | breyta frumkóða]

Vegna misskilnings þurftu Frakkar að leika í búningi argentínsks neðrideildarliðs gegn Ungverjum.

Ítalir og Frakkar mættust í upphafsleik keppninnar, sem Ítalir unnu þrátt fyrir mark Frakka á upphafsmínútunni. Ítalir og Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í milliriðlum fyrir lokaleikinn.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Ítalía 3 3 0 0 6 2 +4 6
2 Argentína 3 2 0 1 4 3 +1 4
3 Frakkland 3 1 0 2 5 5 0 2
4 Ungverjaland 3 0 0 3 3 8 -5 0
2. júní 1978
Ítalía 2-1 Frakkland Estadio José María Minella, Mar del Plata
Áhorfendur: 38.100
Dómari: Nicolae Rainea
Rossi 29, Zaccarelli 54 Lacombe 1
2. júní 1978
Argentína 2-1 Ungverjaland Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 71.615
Dómari: Antonio Garrido
Luque 14, Bertoni 83 Csapó 9
6. júní 1978
Ítalía 3-1 Ungverjaland Estadio José María Minella, Mar del Plata
Áhorfendur: 26.533
Dómari: Ramón Barreto
Rossi 34, Bettega 35, Benetti 61 A. Tóth 81
6. júní 1978
Argentína 2-1 Frakkland Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 71.666
Dómari: Jean Dubach
Passarella 45, Luque 73 Platini 60
10. júní 1978
Frakkland 3-1 Ungverjaland Estadio José María Minella, Mar del Plata
Áhorfendur: 23.127
Dómari: Arnaldo Cézar Coelho
Lopez 23, Berdoll 38, Rocheteau 42 Zombori 41
6. júní 1978
Argentína 0-1 Ítalía Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 71.712
Dómari: Abraham Klein
Bettega 67

Riðill 2[breyta | breyta frumkóða]

Vestur-Þjóverjar og Pólverjar skiptu toppsætum riðilsins eins og búist hafði verið við. Lið Túnis kom þó verulega á óvart og blandaði sér í baráttuna um sæti í milliriðlum. Jafntefli afríska liðsins gegn Vestur-Þjóðverjum kostaði heimsmeistarana toppsætið í riðlinum. Mexíkó mætti til leiks fullt sjálfstrausts en fór heim án stiga.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Pólland 3 2 1 0 4 1 +3 5
2 Vestur-Þýskaland 3 1 2 0 6 0 +6 4
3 Túnis 3 1 1 1 3 2 +1 3
4 Mexíkó 3 0 0 3 2 12 -10 0
1. júní 1978
Vestur-Þýskaland 0-0 Pólland Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 67.579
Dómari: Ángel Norberto Coerezza
2. júní 1978
Túnis 3-1 Mexíkó Estadio Gigante de Arroyito, Rosario
Áhorfendur: 17.396
Dómari: John Gordon
Kaabi 55, Ghommidh 79, Dhouieb 87 Vázquez Ayala 45
6. júní 1978
Vestur-Þýskaland 6-0 Mexíkó Estadio Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 35.258
Dómari: Farouk Bouzo
D. Müller 15, H. Müller 30, Rummenigge 38, 73, Flohe 44, 89
6. júní 1978
Pólland 1-0 Túnis Estadio Gigante de Arroyito, Rosario
Áhorfendur: 9.624
Dómari: Ángel Franco Martínez
Lato 43
6. júní 1978
Vestur-Þýskaland 0-0 Túnis Estadio Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 30.667
Dómari: César Guerrero Orosco
10. júní 1978
Pólland 3-1 Mexíkó Estadio Gigante de Arroyito, Rosario
Áhorfendur: 22,651
Dómari: Jafar Namdar
Boniek 43, 84, Deyna 56 Rangel 52

Riðill 3[breyta | breyta frumkóða]

Aðeins átta mörk voru skoruð í leikjunum sex. Það mátti að hluta til kenna um afleitum vallaraðstæðum en allir leikir Brasilíu, sem skoraði aðeins tvívegis í riðlinum, fóru fram á glænýjum leikvangi í Mar del Plata. Grjótharður völlurinn gerði það að verkum að lykilmenn liðsins náðu sér ekki á strik eða meiddust. Brasilíumenn voru sannfærðir um að þetta væri ráðabrugg heimamanna til að koma höggi á keppinauta sína. Þær grunsemdir minnkuðu ekki eftir jafnteflisleik gegn Svíum í annarri umferð, þar sem mark var dæmt af Brasilíu í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Zico skallaði í netið úr hornspyrnu en dómarinn hafði flautað meðan boltinn var í loftinu. Austurríkismenn, sem tóku þátt í úrslitakeppni í fyrsta sinn í tuttugu ár komu mjög á óvart með því að ná toppsætinu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Austurríki 3 2 1 0 3 2 +1 4
2 Brasilía 3 1 2 0 2 1 +1 4
3 Spánn 3 1 1 1 2 2 0 3
4 Svíþjóð 3 0 1 2 1 3 -2 1
3. júní 1978
Austurríki 2-1 Svíþjóð Estadio José Amalfitani, Buenos Aires
Áhorfendur: 40.841
Dómari: Károly Palotai
Schachner 10, Krankl 76 Dani 21
3. júní 1978
Brasilía 1-1 Svíþjóð {{{leikvangur}}}
Áhorfendur: 32.569
Dómari: Clive Thomas
Reinaldo 45 Sjöberg 37
7. júní 1978
Austurríki 1-0 Svíþjóð Estadio José Amalfitani, Buenos Aires
Áhorfendur: 41.424
Dómari: Charles Corver
Krankl 42
7. júní 1978
Brasilía 0-0 Spánn José Maria Minella, Mar del Plata
Áhorfendur: 34.771
Dómari: Sergio Gonella
11. júní 1978
Spánn 1-0 Svíþjóð Estadio José Amalfitani, Buenos Aires
Áhorfendur: 42.132
Dómari: Ferdinand Biwersi
Asensi 75
11. júní 1978
Brasilía 1-0 Austurríki Estadio José Maria Minella, Mar del Plata
Áhorfendur: 35.221
Dómari: Robert Wurtz
Roberto Dinamite 40

Riðill 4[breyta | breyta frumkóða]

Joe Jordan og Rubén Toribio Díaz eigast við í leik Skota og Perú.
Íranska liðið stillir sér upp fyrir leik.

Skoska landsliðið mætti fullt sigurvissu til leiks og lét þjálfarinn Ally MacLeod að því liggja að Skotar gætu orðið heimsmeistarar. Þegar til Argentínu var komið logaði allt í deilum milli leikmanna og stjórnenda liðsins og ekki bætti úr skák þegar Skotar steinlágu fyrir Perú í fyrsta leik. Til að bæta gráu oná svart féll Willie Johnston, leikmaður WBA á lyfjaprófi eftir að hafa tekið inn lyf við astma. Í næsta leik mættu Skotar liði Íran og vanmátu andstæðinga sína enn á ný og gerðu 1:1 jafntefli. Silfurlið Hollendinga frá fyrra heimsmeistaramóti vann Íran og gerði jafntefli gegn Perú í tveimur fyrstu leikjunum en þótti leika langt frá sínu besta. Var jafnvel rætt um að skipta út þjálfaranum Ernst Happel fyrir milliriðlanna. Perúbúar nældu í toppsætið, flestum að óvörum eftir sigur á Íran. Lokaleikur riðilsins var milli Hollendinga og Skota þar sem þeir síðarnefndu þurftu þriggja marka sigur til að komast áfram á markatölu. Um tíma virtist kraftaverkið ætla að rætast þegar Skotar komust í 3:1, en Hollendingar minnkuðu muninn aftur og þar við sat. Súrsætur sigur Skota í lokaleiknum er þó talinn meðal bestu úrslita í sögu liðsins á seinustu áratugum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Perú 3 2 1 0 7 2 +5 5
2 Holland 3 1 1 1 5 3 +2 3
3 Skotland 3 1 1 1 5 6 -1 3
4 Íran 3 0 1 2 2 8 -6 1
3. júní 1978
Perú 3-1 Skotland Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 37.927
Dómari: Ulf Eriksson
Cueto 43, Cubillas 71, 77 Jordan 14
3. júní 1978
Holland 3-0 Íran Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza
Áhorfendur: 33.431
Dómari: Alfonso González Archundia
Rensenbrink 40, 52, 78
7. júní 1978
Skotland 1-1 Íran Estadio Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 7.938
Dómari: Youssou N'Diaye
Eskandarian 43 (sjálfsm.) Danaeifard 60
7. júní 1978
Holland 0-0 Perú Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza
Áhorfendur: 28.125
Dómari: Adolf Prokop
11. júní 1978
Perú 4-1 Íran Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 21.262
Dómari: Alojzy Jarguz
Velásquez 2, Cubillas 36, 39, 79 Rowshan 41
11. júní 1978
Skotland 3-2 Holland Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza
Áhorfendur: 35.130
Dómari: Erich Linemayr
Dalglish 45, Gemmill 46, 68 Rensenbrink 34, Rep 71

Milliriðlar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í tveimur fjögurra liða riðlum. Sigurliðin fóru í úrslitaleikinn en liðin í öðru sæti léku um bronsverðlaunin.

A riðill[breyta | breyta frumkóða]

Hollendingar hófu riðilinn með látum og unnu stórsigur á Austurríkismönnum. Jafntefli þeirra gegn Vestur-Þýskalandi í hitaleik gerði það að verkum að lokaleikurinn á móti Ítalíu varð hreinn úrslitaleikur. Þar höfðu Hollendingar betur og komust þannig annað skiptið í röð í úrslitaleik HM. Austurríkismenn urðu neðstir í riðlinum en fögnuðu þó sínum menn sem þjóðhetjum eftir sigur á grönnum sínum Vestur-Þjóðverjum í lokaleiknum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Holland 3 2 1 0 9 4 +6 5
2 Ítalía 3 1 1 1 2 2 0 3
3 Vestur-Þýskaland 3 0 2 1 4 5 -1 2
4 Austurríki 3 1 0 2 4 8 -4 2
14. júní 1978
Austurríki 1-5 Holland Estadio Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 25.050
Dómari: John Gordon
Obermayer 80 Brandts 6, Rensenbrink 35, Rep 36, 53, W. van de Kerkhof 82
14. júní 1978
Ítalía 0-0 Vestur-Þýskaland Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 67.547
Dómari: Dušan Maksimović
18. júní 1978
Holland 2-2 Vestur-Þýskaland Estadio Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 40.570
Dómari: Ramón Barreto
Haan 27, W. van de Kerkhof 82 Abramczik 3, D. Müller 70
18. júní 1978
Ítalía 1-0 Austurríki Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 66.695
Dómari: Francis Rion
Rossi 13
21. júní 1978
Austurríki 3-2 Vestur-Þýskaland Estadio Chateau Carreras, Córdoba
Áhorfendur: 38.318
Dómari: Abraham Klein
Vogts 59 (sjálfsm.), Krankl 66, 87 Rummenigge 19, Hölzenbein 68
21. júní 1978
Ítalía 1-2 Holland Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 67.433
Dómari: Angel Franco Martínez
Brandts 19 (sjálfsm.) Brandts 49, Haan 76

B riðill[breyta | breyta frumkóða]

Markalaust jafntefli í leik Argentínu og Brasilíu í annarri umferð hafði í för með sér að bæði lið þurftu að reyna að vinna lokaleik sinn með sem mestum mun. Þar sem viðureign Argentínu og Perú fór fram síðar um daginn, vissu heimamenn að þeir þyrftu að vinna stórsigur. Þrálátur orðrómur hefur alla tíð verið um að úrslitunum hafi verið hagrætt.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Argentína 3 2 1 0 8 0 +8 5
2 Brasilía 3 2 1 0 6 1 +5 5
3 Pólland 3 1 0 2 2 5 -3 2
4 Perú 3 0 0 3 0 10 -10 0
14. júní 1978
Brasilía 3-0 Perú Estadio Malvinas Argentinas, Mendoza
Áhorfendur: 31.278
Dómari: Nicolae Rainea
Dirceu 15, 27, Zico 72
14. júní 1978
Argentína 2-0 Pólland Estadio Gigante de Arroyito, Rosario
Áhorfendur: 37.091
Dómari: Ulf Eriksson
Kempes 16, 71
18. júní 1978
Perú 0-1 Pólland Estadio Malvinas Argentinas, Mendoza
Áhorfendur: 35.288
Dómari: Pat Partridge
Szarmach 65
18. júní 1978
Argentína 0-0 Brasilía Estadio Gigante de Arroyito, Rosario
Áhorfendur: 37.326
Dómari: Károly Palotai
21. júní 1978
Brasilía 3-1 Pólland Estadio Malvinas Argentinas, Mendoza
Áhorfendur: 39.586
Dómari: Juan Silvagno Cavanna
Nelinho 13, Roberto Dinamite 58, 63 Lato 45
21. júní 1978
Argentína 6-0 Perú Estadio Gigante de Arroyito, Rosario
Áhorfendur: 37.315
Dómari: Robert Wurtz
Kempes 21, 49, Tarantini 43, Luque 50, 72, Houseman 67

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

Brasilíumenn hlutu þriðja sætið, þrátt fyrir að lenda undir á móti Ítölum.

24. júní 1978
Brasilía 2-1 Ítalía Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 69.659
Dómari: Abraham Klein
Nelinho 64, Dirceu 71 Causio 38

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Hollendingar töpuðu sínum öðrum úrslitaleik í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir gestgjöfunum eftir framlengda viðureign. Nokkur töf varð á að leikurinn gæti hafist, þar sem Argentínumenn gerðu athugasemdir við hlífðarbúnað á úlnlið René van de Kerkhof, sem Hollendingar töldu hluta af sálfræðistríði heimamanna. Dómari leiksins gerði Kerkhof að búa betur um hlífina. Olli sú ákvörðun mikilli óánægju Hollendinga sem neituðu að taka þátt í verðlaunaafhendingu að leik loknum.

Mario Kempes tók forystuna fyrir Hollendinga, en Dick Nanninga jafnaði síðla leiks. Minnstu munaði að Holland stæli sigrinum í lokin, en skot þeirra fór í stöngina. Í framlengingunni kom Kempes Argentínu yfir á nýjan leik og undir lokin renndi Daniel Bertoni knettinum í netið eftir góðan undirbúning frá Kempes sem var valinn bæði maður leiksins og mótsins.

25. júní 1978
Argentína 3-1 (e.framl.) Holland Estadio Monumental, Buenos Aires
Áhorfendur: 71.483
Dómari: Sergio Gonella
Kempes 38, 105, Bertoni 115 Nanninga 82

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

102 mörk voru skoruð í keppninni og skiptust þau niður á 62 leikmenn, þar af voru þrjú sjálfsmörk.

6 mörk
5 mörk
4 mörk
3 mörk