Jüri Ratas
Útlit
Jüri Ratas | |
---|---|
![]() Jüri Ratas árið 2024. | |
Forsætisráðherra Eistlands | |
Í embætti 23. nóvember 2016 – 26. janúar 2021 | |
Forseti | Kersti Kaljulaid |
Forveri | Taavi Rõivas |
Eftirmaður | Kaja Kallas |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 2. júlí 1978 Tallinn, Eistlandi |
Stjórnmálaflokkur | Miðflokkurinn (2000–2024) Isamaa (frá 2024) |
Maki | Karin Ratas |
Börn | 4 |
Háskóli | Tækniháskólinn í Tallinn |
Starf | Stjórnmálamaður |
Jüri Ratas (fæddur 2. júlí 1978 í Tallinn) er eistneskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Hann var borgarstjóri Tallinn á árunum 2005 - 2007. Hann er fyrrum meðlimur í eistneska Miðflokknum. Jüri Ratas er kvæntur og á þrjú börn.
Ratas baðst lausnar úr embætti forsætisráðherra þann 13. janúar 2021 eftir að rannsókn hófst á Miðflokknum í tengslum við spillingarmál. Málið snerist um fasteignafélag sem hafði þegið miklar fjárhæðir úr ríkissjóði og náð arðbærum samningum við borgarstjórn Tallinn, sem einnig er stýrt af Miðflokknum.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Forsætisráðherra Eistlands segir af sér“. mbl.is. 13. janúar 2021. Sótt 27. janúar 2021.
Fyrirrennari: Taavi Rõivas |
|
Eftirmaður: Kaja Kallas |