Fara í innihald

Corsier-sur-Vevey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Legsteinar Charlie og Oona Chaplin í Corsier-sur-Vevey

Corsier-sur-Vevey er sveitarfélag í umdæminu Riviera-Pays-d'Enhaut í kantónunni Vaud í Sviss. Það inniheldur þorpið Corsier-sur-Vevey og smáþorpið Les Monts-de-Corsier. Hluti vínræktarhéraðsins Lavaux er innan sveitarfélagsins. Íbúar eru rúmlega 3000 talsins.

Tveir þekktir breskir leikarar, Charlie Chaplin og James Mason, eru báðir grafnir í kirkjugarði Corsier-sur-Vevey.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.