Leikskólinn Furugrund
Útlit
Leikskólinn Furugrund hóf starfsemi sína 8. apríl 1978. Til ársins 1988 var leikskólinn tveggja deilda dagheimili þar sem 36 börn dvöldu allan daginn. Á tíu ára afmæli skólans var tekin í notkun viðbygging sem hýsir Álfastein og Dvergastein í dag. Börnin sem dvelja í leikskólanum í dag eru 80 og á aldrinum 1. - 5 ára. Leikskólinn er einsetinn.